Saga - 2008, Side 72
Úthaldsleysi og áhugamannakórar
En það eru ekki einungis kvenlistamenn sem hafa áhuga á kynja -
fræðilegri samfélagsgreiningu. Þar mætti einnig nefna smíðaverk
Helga Hjaltalín Eyjólfssonar (f. 1968) sem hafa yfir sér yfirbragð
nytjahluta en eru í raun fullkomlega ónothæfir. Um er að ræða
óklár aða smíðahluti, svo sem klukkur án úrverks, sem listamaður-
inn segir nútíma Íslendinginn skorta úthald til að ljúka, því að hann
sé með önnur verk á prjónunum. Úthaldsleysi, það að byrja á fram-
kvæmdum en ljúka þeim ekki þar sem hugurinn er þegar upptek-
inn við nýjar áætlanir, er með öðrum orðum hluti af karlmennsk-
unni og um leið lýsandi fyrir nýjungagjarnt efnishyggjusamfélag.39
Mörg verkanna sem taka á þjóðarsjálfinu, ekki hvað síst eftir
karlmenn, vitna um kaldhæðni gagnvart eigin tilvistarskilyrðum
og mátulega léttúð fyrir því sem Íslendingum er viðkvæmt.
Hallgrímur Helgason (f. 1959) hélt árið 2000 sýningu í Reykjavík
þar sem hann sýndi aðeins eitt verk, risastórt olíumálverk á striga.
Viðfangsefnið var heill karlakór í fullri líkamsstærð — frístundakór
af landsbyggðinni — uppstillt og hátíðleg karlmannaþyrping. Ein
af goðsögnum íslensks samfélags er mikill og almennur áhugi og
skilningur almennings á listum.40 Frístundalist, stundum án list-
ræns inntaks, er oft mikils metin; í fámennum byggðarfélögum eru
jafnvel allt að 90% íbúa í áhugamannaleikfélagi staðarins, sömu
sögu er oft að segja um kóra og myndlistarklúbba. Hin hetjulega,
yfirstækkaða eða mónumental kórmynd Hallgríms, hinir íslensku
„pin-up-boys“, þótti á sínum tíma nokkuð miskunnarlaus meðferð
íslenskrar karlmennsku, en líkt og skáldsögur Hallgríms bæði skil-
greina og deila á íslenska þjóð þá eru myndverk hans líka margræð
samtímagreining. Sjálfur kallaði Hallgrímur kórmynd sína íslenska
Guernicu, eða átakalausa, þögla og óstríðshrjáða landsbyggðar-
mynd, „bara svona salí karlakór sem þegir.“41 Það er táknrænt fyrir
auður a. ólafsdóttir72
39 Viðtal. Höfundur við Helga Hjaltalín Eyjólfsson árið 2004. – Sjá einnig nánar
í sýningarskránni Des dels confins de la terra (From the Edge). Sýning á íslenskri
samtímamyndlist í Barcelona, 2004. Sýningarstjóri og grein í sýningarskrá,
Auður Ólafsdóttir.
40 Stefið um virka þátttöku almennings er víða að finna í ímyndarskýrslunni,
sjá t.d.: „Íslendingar búa yfir miklum sköpunarkrafti og menningarlíf ein-
kennist af virkri þátttöku almennings … og breiður fjöldi sinnir listsköpun á
einn eða annan hátt.“ Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna, bls. 29.
41 Dagur, 27. maí 2000, bls. 22.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 72