Saga - 2008, Page 75
nokkru leyti gegn listamanninum sjálfum og ímynd hans.
Yfirlýsingar yngri myndlistarmanna bera oft merki menningarlegs
hálfkærings, en ekki er óalgengt að heyra ungan myndlistarmann
segja að myndlist þurfi ekki að hafa annan tilgang en þann að vera
til skemmtunar.
Það var þó ekki skemmtigildið sem var í fyrirrúmi í þeim mynd-
listargjörningi Snorra Ásmundssonar (f. 1966) að bjóða sig fram til
embættis forseta Íslands árið 2004, eins og einhverjir kynnu að
halda. Snorri hefur í mörgum verka sinna fengist við það hverjir
fari með umboð valds á ýmsum sviðum samfélagsins og má í því
sambandi taka dæmi af verki sem fólst í því að auglýsa til sölu
aflátsbréf sem hentugar tækifærisgjafir um jól. Spurningarnar sem
Snorri varpar fram snerta mörg viðkvæm samfélagsmál, svo sem
stjórnmál og trúmál, en þær snúast einnig um mörk myndlistar og
samfélags. Hvað gerist ef myndlistin fer út fyrir afmarkaðan bás
fagurfræðinnar og gerir sig heimakomna á þeim sviðum samfélags
sem henni er ekki ætlaður staður? Má myndlistarmaður til dæmis
fyrirgefa syndir og bjóða sig fram til forseta ef það er gert í nafni
myndlistar? Það mætti einnig orða spurninguna öðruvísi og spyrja
hvort myndlistarmaður megi haga sér þannig að menn viti ekki
hvort það sem hann gerir sé myndlist eða eitthvað annað. Snorri
mun líklega seint verða í hópi þeirra listamanna sem taka að sér,
líkt og ímyndarnefnd leggur til, að „aðstoða við rétta framsetningu
á einkennum þjóðar.“47 Ef hins vegar gengið er út frá því að hlut-
verk listar sé að einhverju leyti að fá fólk til að sjá viðtekin gildi
samfélagsins í nýju ljósi, þá kann Snorri að komast býsna nálægt
kjarna málsins. Pólitískasta verk Snorra til þessa er sjálfsagt sá
gjörningur hans að vinna að framboði í tvennum kosningum, fyrst
í borgarstjórnarkosningum árið 2002 í nafni flokksins Vinstri Hægri
Snú (VHS) og síðan í forsetakosningum árið 2004.
Ólíkt alvöru stjórnmálaflokkum, sem eru háðir fjöldafylgi, var
ekki hirt um að raða konum í sæti á listanum, því á framboðslista
VHS voru 18 karlkyns myndlistarmenn. Á formanni flokksins mátti
hins vegar skilja að það væri algjör tilviljun að flokkurinn væri ein-
göngu skipaður karlmönnum. Flokkurinn hagaði sér að mörgu
leyti eins og alvöru stjórnmálaflokkur, og sendi til að mynda for-
svarsmönnum ýmissa velmegandi fyrirtækja bréf þar sem óskað
var eftir fjárstuðningi. Var fyrirfram þakkað fyrir framlag og lofað
ímynd íslands, sagan, menningararfurinn 75
47 Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna, bls. 12.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 75