Saga - 2008, Page 76
pólitískri ívilnun og umbun í samræmi við upphæð í kosningasjóð,
ella færu fyrirtækin á svartan lista!48
Næsti stjórnmálagjörningur Snorra fólst í að tilkynna framboð
sitt til embættis forseta lýðveldisins árið 2004. Framan af bar mikið
á frambjóðandanum, sem mætti á ýmsar opinberar samkomur í
jakkafötum í fánalitunum og stillti sér upp til myndatöku á
þjóðernislega mikilvægum stöðum, svo sem við bílastæði merkt
forseta Íslands, samtímis því sem hann hélt sigurhátíðina fyrirfram.
Um vorið birtist grein eftir Snorra í tímariti evrópskra laganema á
Íslandi, Lagakrókar, í tilefni þess að hann hugðist „taka við forseta-
embættinu af Herra Ólafi Ragnari Grímssyni“ sem 6. forseti
lýðveldisins. Það hlýtur að vekja sérstaka athygli, þegar greinin er
lesin nú, að sláandi líkindi eru með kaldhæðnum málflutningi
Snorra og hugmyndafræði ímyndarskýrslu forsætisráðuneytis sem
gefin er út réttum fjórum árum síðar. Snorri slær tóninn strax í ann-
arri málsgrein: „Við Íslendingar erum framúrskarandi á flestum
sviðum og það má m.a. rekja til móðuharðindanna …“ Að því búnu
er vikið að þeim krafti sem býr í sjálfum mannauðinum:
Mér hefur stundum fundist [að] náttúruauðlindir þessa lands
hafi verið teknar fram fyrir mannauðinn sem hér býr. Það
þykir mér miður því við Íslendingar erum ríkir af alls kyns
hæfileikum sem enn hafa ekki verið virkjaðir. Það þarf og að
vekja upp þjóðina og … [fá hana] til að standa með sjálfri sér
og lifa eftir upprunalegum og náttúrulegum hefðum þar sem
rómantíkin ræður ríkjum. Þarna er líka tækifæri fyrir okkur
Íslendinga til að verða fyrirmynd heimsbyggðarinnar … Við
erum fámenn þjóð og íslensk fegurð hefur alla tíð heillað íbúa
Evrópu og annarra heimsálfa og það gæti jákvæðni okkar og
bjartsýni einnig gert ef við gefum því tækifæri. Verum stolt og
jákvæð og opnum faðm okkar til heimsbyggðarinnar því hún
þarf á því að halda.49
Enda þótt Snorri blési á allar úrtölur fór svo, stuttu áður en
framboðsfresturinn rann út, að hann dró framboð sitt til baka á
blaðamannafundi sem hann hélt á Austurvelli, ekki fjarri styttu
Jóns Sigurðssonar.
auður a. ólafsdóttir76
48 Vef. Vinstri. Hægri. Snú. www.this.is/vhs, skoðað 22. febrúar 2007.
49 Snorri Ásmundsson, „Næsti forseti Íslands?“ Lagakrókar [5]:1 (2004), bls. 33.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 76