Saga - 2008, Side 77
Pólitísk náttúra lands
En hvað með landslagið eða náttúruna í anda hinnar gömlu hefðar
landslagsmálverksins? Vissulega eru til myndlistarmenn sem gera
náttúrunni skil með olíulitum og pensli, en það getur verið ýmsum
vandkvæðum bundið að ætla að heimfæra náttúru striga þeirra
upp á tiltekið íslenskt landslag. Mun fleiri kjósa að nálgast nátt-
úruna á óhefðbundinn hátt og með öðrum miðlum, svo sem ljós-
myndaverkum, innsetningum eða umhverfisverkum. Margir
íslenskir listamenn eru uppteknir af því að búa „á mörkunum“,
vera jaðarsamfélag á hjara veraldar, eins og þeir hugsa sér gjarnan
tilvistarlega stöðu sína í heiminum. Í samræmi við menningar-
sögulega hefð er samanburðurinn og tengslin við útlönd ávallt
áleitin spurning. Hvar og hvernig mætast þessir tveir heimar, hið
staðbundna og hið alþjóðlega? Hvar liggja snertifletir 300.000
manna eyju við afganginn af heiminum, við fjölþjóðasamfélagið?
Margir íslenskir samtímamyndlistarmenn hafa leitað sér fram halds -
menntunar erlendis og verið búsettir erlendis í lengri eða skemmri
tíma. Sjónarhorn verka þeirra er þess sem hefur farið utan og séð
land sitt í „útlensku“ ljósi og fjarlægð og hefur tveggja heima sýn á
eigið samfélag.50
Sem dæmi má taka verk Katrínar Sigurðardóttur (f. 1967). Eyjan
eða eymyndin hefur verið áleitið þema í verkum Katrínar en hún
hefur meðal annars tekið ljósmyndir af eigin fæðingarblettum,
stækkað þá margfalt upp og sett fram eins og landakort unnin sam-
kvæmt nýjustu kortagerðartækni í landmælingum, á þann máta að
þau kalla fram í hugann margs konar eyjalandslag. Með því móti er
um að ræða samsömun milli náttúru lands og „náttúru“ myndlist-
armanns. Í meðförum Katrínar, sem er búsett mestan hluta ársins í
New York, er eymyndin framar öllu táknmynd upprunans, rót-
anna, jafnvel þótt útlínurnar líkist ekki Íslandi. Smækkuð mynd af
tilverunni er ætíð í ætt við fjarlægð í tíma og segja má að í fjar-
lægðinni standi bara aðalatriðin eftir, útlínurnar, líkt og í útlínu -
skúlptúr hennar Island (Eyja) þar sem form verksins vísa til þeirrar
afbökuðu myndar sem hlutir taka á sig í minningunni.
ímynd íslands, sagan, menningararfurinn 77
50 Því má e.t.v. líkja við fjarlægðina í verkum frumherja landslagsmálverksins
á Íslandi um aldamótin 1900, sem var til marks um aðskilnað og hina vits-
munalegu fjarlægð menntaðs borgarlistamanns á viðfangsefni sitt, landið.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 77