Saga - 2008, Page 78
Þá má einnig víða finna pólitískan undirtón í tengslum við
umhverfismál og náttúruvernd í „landslagsverkum“ íslenskra
myndlistarmanna, sem margir hafa tjáð sig um áhyggjur sínar af
uppbyggingu áliðnaðar í tengslum við stórar virkjanir. Áður hefur
verið minnst á álverk Ólafar Nordal en hér mætti einnig nefna
fossaverk eftir þau Rúrí (f. 1951) og Ólaf Elíasson (f. 1967), þótt ætla
mætti af fjölmiðlaumfjöllun um verk þess síðarnefnda að fossar
hans í New York (2008) þjónuðu ekki öðrum tilgangi en að punta
upp á stórborgina og gera stórborgarbúum kleift að stunda jógaæf-
ingar undir vatnsúða.51 Framlag Rúríar sem fulltrúa Íslands á
Feneyjatvíæringi árið 2003, Archive — endangered waters, var inn-
setning og samanstóð af eins konar risaskáp með rekkum sem
geymdu portrett af 50 fossum sem hurfu með tilkomu Kárahnjúka -
virkjunar. Hægt var að draga rekkana út, skoða vatnsföllin hvert
fyrir sig og hlusta um leið á hljóðupptöku af rennsli hvers foss eða
á fossniðinn.52 Enda þótt náttúra Ólafs Elíassonar sé ekki náttúru-
leg, heldur sviðsett náttúra, og hann hafi gert óhlutbundin fyrir-
bæri hennar á borð við ljós, vatn, loft, þoku og hitastig að mun
stærra rými en sem nemur íslensku landslagi einu saman, þá notar
hann engu að síður náttúru norðursins sem útgangspunkt „til að
hreyfa við vitund áhorfanda, vekja hann til umhugsunar um upp-
lifanir sínar“, eins og listamaðurinn kemst að orði.53 Aðeins á þann
hátt sé hægt að fá manninn til að horfast í augu við sjálfan sig og
umhverfi sitt. Í innsetningum hans, umhverfisverkum og ljós-
myndaverkum, hvort sem um er að ræða þann gjörning að setja
grænan, umhverfisvænan lit út í íslenskt árvatn, ljósmyndaröð af
bráðnun ísjaka á svörtum sandi eða gríðarstóra fossa sem frussast
fram undan Brooklyn-brúnni í New York, er markmið listamanns-
ins að fá áhorfanda til að velta fyrir sér eigin skynjun og upplifun
og spurningum á borð við það hvað sé menningarlegt og hvað sé
náttúrulegt.
auður a. ólafsdóttir78
51 Ólafur stendur að sínu leyti fyrir goðsögnina um Íslendinginn sem hefur
„meikað“ það í útlöndum, hann er útrásarvíkingurinn í myndlist. Nær væri
þó að kalla hann innrásarvíking þar sem hann er fæddur og uppalinn í
Danmörku og hefur komið fram sem fulltrúi Dana við ýmis tækifæri, m.a. á
stórum myndlistarmessum á borð við Feneyjatvíæring.
52 Mörgum er einnig minnisstæður áhrifamikill foss Jóns Sæmundar
Auðarsonar, á Vetrarhátíð árið 2002, sem hann varpaði á stórt sýningartjald
sem strengt var á framhlið Morgunblaðshússins gamla í Aðalstræti.
53 Lesbók Morgunblaðsins 3. febr. 2001, bls. 6.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 78