Saga - 2008, Síða 79
Frá þjóðarsjálfi til einkasjálfs
Hjá yngstu kynslóð íslenskra myndlistarmanna tengist greining á
menningarlegum, landfræðilegum og sögulegum bakgrunni oft og
tíðum eigin sjálfsskoðun listamanns. Við aldamótaleitina inn á við
fjölgaði mjög barnæskuminnum í listheiminum, vísunum í óraun-
veruleikaheim bernskunnar eða fantasíunnar, í formi hvers kyns
ævintýraminna og skáldaðra minninga. Það hefur stundum verið
kennt við afturhvarf til hins einlæga og upprunalega. Af því leiðir
að samfélagsgreiningin í verkum yngri myndlistarmanna er oft af
innhverfari toga en hjá kynslóðinni á undan. Það hefur meðal ann-
ars leitt til sérstaks áhuga á líkama og persónusköpun listamanns-
ins sem birtist í því að gjörningalistin hefur gengið í endurnýjun líf-
daga á 21. öldinni, með myndlistarmanninn sjálfan í stjörnuhlut-
verki og stundum virkri þátttöku áhorfanda. Það ríkir líka oft sann-
kölluð karnivalsstemning í sýningarsölum, litríkir búningar og
leikræn umgjörð. En þrátt fyrir leikrænt yfirbragð og skemmtigildi
margra íslenskra samtímalistaverka, þá eru verkin ekki einskær
áhyggjulaus leikur. Í fullorðinsleikjum gilda sérstök lögmál og í
fullorðinslist sem á ytra borðinu líkir eftir leiknum býr að sama
skapi oft óhugnaður, tengdur martröð, eða skrumskældur sam-
tímaveruleiki. Þar er oft um að ræða lítt dulbúna samfélagsgagn -
rýni. Sem dæmi má nefna sýningar Gjörningaklúbbsins þar sem
liðsmennirnir þrír koma fram sem kvenleikinn uppmálaður, glæsi-
legir boðberar ástar og munúðar, oft í hlutverki þeirra sem græða
og líkna, milli þess sem þær skála í kampavíni. Mörg verka þeirra
skírskota til stöðu kvenna og til kynímynda, en undir sykursætu
yfirborði lúrir síðan gróteska og grimmd heimsins.54 Í nýrri verk-
um hefur Gjörningaklúbburinn meðal annars látið umhverfismál til
sín taka. Dæmi um það er verkið Dynasty (2007), sem er 13 mínútna
langt vídeóverk auk níu stórra ljósmynda sem fjalla um hlýnun
jarðar og ógnina sem heiminum stafar af henni. Verkið sýnir pels-
klæddar og naglalakkaðar konur, fjarri einbýlishúsum sínum, í
ímynd íslands, sagan, menningararfurinn 79
54 Gjörningaklúbburinn, sem hefur komið fram á fjölmörgum sýningum víða
um heim síðan árið 1996, hefur skilgreint kvenímynd sína sem blöndu af
„rannsóknarkonu, ráðherra og fegurðardís“. Morgunblaðið 12. jan. 1999, bls.
68. Gjörningaklúbbinn skipa í dag þrjár listakonur: Eirún Sigurðardóttir (f.
1971), Jóní Jónsdóttir (f. 1972) og Sigrún Hrólfsdóttir (f. 1972). Fram til ársins
2001 starfaði Dóra Ísleifsdóttir (f. 1970) einnig undir merkjum Gjörninga -
klúbbsins.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 79