Saga - 2008, Page 81
viðskiptajöfur og útsmoginn pólitíkus sem nýti sér allar auðlindir
sem hann komist yfir. Þótt hann eigi sér fáa aðdáendur, hafi hann
góða aðlögunarhæfni og sé útsjónarsamur með eindæmum, í raun
sannkallaður alþjóðavargur.57 Í framkvæmd gjörningsins fór einnig
fram peningaþvætti þegar meðlimir klúbbsins þvoðu hvít þvotta-
ver með áprentuðum peningaseðlum og hengdu til þerris á þvotta -
snúrur Suðurnesjamanna, undir ágengu mávagargi. Meðal annarra
„leikmuna“ var heimskort sem gatað var á alla kanta og sýndi land-
vinninga íslenskra útrásarvíkinga á viðskiptasviðinu.58
Íslenskri samtímamyndlist fylgir oft athyglisverð persónusköp-
un. Sem dæmi má nefna sýningar Ragnars Kjartanssonar (f. 1976),
verðandi fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringi árið 2009. Ragnar á sér
nokkur hliðarsjálf (alter ego), til dæmis persónulega útgáfu af hold-
tekju karlmennskunnar, riddara. Sumarið 2005 setti Ragnar upp
verk í litlu samkomuhúsi undir Eyjafjöllum. Líkt og segja má um
flest verk Ragnars var þar um að ræða blöndu af innsetningu og
gjörningi. Í sex klukkustundir á dag í samfellt þrjár vikur tróð lista -
maðurinn einn upp í samkomuhúsinu og söng tregablandinn blús
með riddarahjálm á höfði, oftast fyrir tómu húsi. Sviðsmyndin var
að hluta til gerð úr máluðum pappaspjöldum, þar mátti sjá kletta,
snjó, fjöll, skóga og eldtungur í anda áhugamannaleiksýn inga 19.
aldar. Í verkum Ragnars má oft greina áhuga á þjóðlegu sérlyndi en
ekki síður á hinu harmræna og tregablandna. Það getur til að
mynda birst í fáránleika jafn stórbrotinnar hugmyndar sem riddara
í svo hversdagslegu og smáu samhengi sem yfirgefnu samkomu-
húsi í fámennu sveitarfélagi. Framandleika persónusköpunar
Ragnars fylgir gjarnan einmanaleiki fölnaðrar frægðar. Fleiri verk
Ragnars fjalla um angurværan söknuð og þrá eftir hinu stóra og má
sem dæmi nefna innsetningu hans Guð frá árinu 2007.
ímynd íslands, sagan, menningararfurinn 81
brauð við Tjörnina en orðið í stað fyrir árás bjöllunnar sem finnst ekkert sjálf-
sagðara en að gogga brauðið útúr litlum höndum smáfólksins eða gæða sér
á nýorpnu ungviði smáfuglanna. Svartbakurinn á sér fáa aðdáendur þrátt
fyrir að vera með mikla aðlögunarhæfni og fádæma útsjónarsemi líkt og
klókur viðskiptajöfur eða pólitíkus sem nýtir sér auðlindir heimsins, sann-
kallaður alþjóðavargur.“ DV 2. sept. 2005, bls. 32.
57 Vef. The Icelandic Love Corporation. http://www.ilc.is, skoðað 22. febrúar
2007.
58 Gjörningurinn tengdist sýningu Gjörningaklúbbsins í Gallerí Suðsuðvestur.
Ágúst 2005.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 81