Saga - 2008, Side 82
Enn má finna átök í tengslum við upprunann í verkum yngstu
kynslóðar myndlistarmanna en samfélagsgreiningin helst í hendur
við þá hugmyndafræði sem stundum er kennd við aldamótaróm-
antík, að listin sé galdur og þess vegna sé hún margræð. Það er fag-
urfræði hins ófyrirsjáanlega, óvæntra samtenginga, sem situr í fyr-
irrúmi. Að sama skapi má segja að ímyndarsmíð myndlistarmanns -
ins sé hvorki jákvæð né neikvæð, hún er í vissum skilningi handan
góðs og ills. Tilfinningar og hvatalíf myndlistarmanns eru beinlínis
inntak einstakra verka, jafnvel heilla sýninga.59
Það er „viss aftur til upprunans bylgja í gangi“ þar sem tilfinn-
ingin og einlægnin ræður ríkjum. Það sem skiptir mestu máli er að
„þú gerir það sem þú gerir í fullkominni einlægni“, sagði Gabríela
Friðriksdóttir árið 1999.60 Það má deila um orsakir meintrar sjálf-
hverfu íslensks myndlistarheims. Einhverjir myndu sjálfsagt leggja
upphafningu sjálfsins að jöfnu við tómhyggju samtímans, þar sem
eini öryggisventillinn í lífinu sé eigin nafli, en aðrir kenna
sjálfsskoðunina við þá bylgju sjálfsástar (narsissisma) sem sálfræð -
ingar þykjast greina hjá ungu fólki á Vesturlöndum í samtímanum.
Að því leytinu til eru verkin athyglisverður spegill á íslenskan sam-
félagsveruleika og sjálfsmynd Íslendings. Tilfinningar geta þó
vísað út í samfélagið og til þjóðarsjálfsins eins og sást glöggt í inn-
setningu Gabríelu Friðriksdóttur (f. 1971), sem var fulltrúi Íslands á
Feneyjatvíæringi árið 2005. Verkið, sem hún kallaði Versations/ -
Tetralógía, fjallaði meðal annars um hina „órökrænu samræðuhefð
Íslendinga“. Það var undirstrikað með enskum titli verksins,
„Versations“, þar sem forskeytið „con“ hafði verið fellt framan af
orðinu conversations. Þannig var gefið í skyn „að þetta séu ekki
raunverulegar sam-ræður heldur tilraun til samræðna þar sem sá
ræður sem fær orðið hverju sinni“, eins og komist var að orði í
kynningartexta sýningarinnar.61
Myndlistarmenn hafa líka verið uppteknari af skynjun og skiln-
ingi á veruleikanum en oft áður og þar sem listin endurspeglar
reynsluheim hverrar kynslóðar listamanna, er ekki óeðlilegt að
sýndarveruleiki hafi tekið við af samfélagsveruleika. Svo er einnig
auður a. ólafsdóttir82
59 Samanber einkasýningu Gabríelu Friðriksdóttur í Gallerí i-8 árið 2004 sem
hún kallaði Melankólía.
60 DV (Fókus) 26. febr. 1999, bls. 13.
61 Auður Ólafsdóttir, „Á kafi í aðgerðum. Um myndlist Gabríelu Friðriks -
dóttur“, Skírnir 179 (vor 2005), bls. 221.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 82