Saga - 2008, Page 84
útrásarhug sem búinn er náttúrulegum krafti. Í ímyndarskýrslu
forsætisráðuneytis er lögð áhersla á að Íslendingar sameinist um
þjóðarímynd sem standist tímans tönn og sé brúkleg til lengri tíma
en sem samsvarar einu kjörtímabili ríkisstjórnar.62 Myndlistar verk -
in segja okkur að sjálfsmynd þjóðar er ekki einungis stöðugum
breytingum undirorpin, heldur er hún samsett úr mörgum þver-
sagnakenndum þáttum þar sem mörkin milli okkar og „hinna“ eru
ekki jafn afdráttarlaus og áður. Úr verkunum má að sama skapi lesa
að íslenskur veruleiki sé líklega flóknara hugtak í dag en nokkurn
tímann áður. Þversagnir snerta kjarna hins sammannlega sjálfs og
því ættu þeir þversagnakenndu þættir í íslenskri þjóðarsál sem
myndlistarverkin draga fram að vera sérlega áhugaverð, ekki ein-
göngu fyrir Íslendinga heldur einnig í augum umheimsins.63
Þjóðarímynd stendur í flóknu samspili við sjálfsmynd mynd-
listarmanns og því er sjálfsagt rökrétt að spyrja hvar hið þjóðlega
liggi í myndlistinni í dag. Líklega verður ekki komist nær kjarna
málsins en með því að vitna til svars ungrar myndlistarkonu, þegar
hún var spurð hvort eitthvað væri séríslenskt við verkin hennar.
Svarið við því tilbúna vandamáli er efnislega svohljóðandi: Verkin
mín eru íslensk af því að þetta eru mín verk.64
Abstract
auður a . ó la f sdótt i r
THE IMAGE , H I STORY AND CULTURAL HER ITAGE OF
ICELAND, AND THE VARIABLE ICELANDIC SELF
The national character in Icelandic contemporary art
The article discusses more than 30 works, by over 20 contemporary Icelandic
artists. What these works have in common is grappling in one way or another
with the image of Iceland and the self-image of its people, thereby cutting to the
quick of the nation’s self-understanding. Though the works are of various sorts
and are executed in assorted media, all of them deal with factors shaping the self-
image of contemporary Icelanders, such as the island’s geographic uniqueness,
its relationships with foreign cultures, and its historical roots, habits, customs
auður a. ólafsdóttir84
62 Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna, bls. 14.
63 Í leiðinni mætti líka minna á hin gömlu sannindi að listin selur fisk.
64 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, í Eins konar hversdagsrómantík. Sýningarskrá. Texti
og sýningarstjórn Auður Ólafsdóttir. Kjarvalsstaðir 1995, bls. 11.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 84