Saga - 2008, Page 91
Áður en grein verður gerð fyrir inntaki þessara skjala er nauð -
synlegt að fara nokkrum orðum um öryggislögregluna Stasi, sögu
hennar og eðli.
Öryggismálaráðuneytið — Ministerium für
Staatssicherheit (Stasi)
Árið 1950, einu ári eftir stofnun Þýska alþýðulýðveldisins (Deutsche
Demokratische Republik), var stofnað sérstakt öryggismálaráðuneyti
— das Ministerium für Staatssicherheit — sem í þýsku talmáli var
stytt í „Stasi“. Öryggismálaráðuneytið varð fljótt „sverð og skjöld-
ur“ flokksins, eins og það var jafnan orðað í opinberri umræðu, og
var í raun leyniþjónusta alþýðulýðveldisins, jafnt í innanríkis- sem
utanríkismálum.11 Öryggislögreglan Stasi varð að öflugu vopni í
höndum stjórnvalda, ekki síst eftir að Erich Mielke tók við stjórn
ráðuneytisins árið 1957, en þá varð Stasi að helsta kúgunartæki
alþýðulýðveldisins og gerði það að eftirlitsríki sem var einstakt í
sinni röð.12
Segja má að ákveðin tímamót hafi orðið hjá Stasi þegar uppreisn
var gerð í Þýska alþýðulýðveldinu þann 17. júní 1953. Uppreisnin
braust út eftir að nefnd austurþýska sósíalistaflokksins lengdi
vinnutíma um 10% og verkamenn á Stalín-breiðstræti í Berlin-
Friedrichshain fóru í verkfall í mótmælaskyni. Í kjölfarið breiddust
út verkföll og kröfugöngur voru farnar um allt landið. Kalla þurfti
á sumarskóm í desember 91
safni Stasi fyndust skjöl um Svavar Gestsson, sem þá sat í umræddri ríkis-
stjórn Steingríms. Lítið mun hafa fundist. Þór Whitehead upplýsti um þetta
haustið 2006 og Róbert Trausti staðfesti það síðan í samtali við Fréttastofu
Útvarps; sjá: Vef. http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item91805/,
skoðað 18. ágúst 2008.
11 Til er mikið lesefni um öryggismálaráðuneytið. Gott yfirlit yfir lesefni má
finna á vefsíðu fulltrúa sambandsríkisins sem sér um gögn öryggislögregl-
unnar, sjá: www.bstu.bund.de.
12 Gagnlegar upplýsingar um Stasi, sögu þess og helstu eiginleika má m.a.
finna í eftirfarandi ritum: Karl Wilhelm Fricke, MfS intern: Macht, Strukturen,
Auflösung der DDR-Staatssicherheit. Analyse und Dokumentation (Köln 1991). —
Jens Gieseke, Mielke-Konzern. Die Geschichte der Stasi 1945–1990 (Berlin 2001).
— Joachim Gauck, Die Stasi-Akten. Das unheimliche Erbe der DDR (Reinbek
1991). — Hubertus Knabe, Die unterwanderte Republik. Stasi im Westen (Berlin
1999). — Michael Richter, Die Staatssicherheit im letzten Jahr der DDR (Weimar
1996). — Siegfried Suckut, Wörterbuch der Staatssicherheit. Definitionen zur
politisch-operativen Arbeit (Berlin 1996).
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 91