Saga - 2008, Page 94
manna versni stöðugt.“15 Lítil von sé til þess að við þessar aðstæður
komi til átaka milli stétta, því að „pólitísk og þjóðfélagsleg barátta
vinnandi manna er heft þar sem enginn marxískur-lenínískur
flokkur er til staðar.“16
Höfuðáhersla skýrsluhöfundar af vettvangi íslenskra innanrík-
ismála er á efnahagsmál. Hann furðar sig til dæmis á því hvernig
ríkisstjórninni tókst árið 1984 að lækka rauntekjur svo mikið að
margir Íslendingar, sem „fyrir fjórum árum fengu hæstu launin í
samanburði við önnur vesturevrópsk ríki“, fái þegar þarna er
komið lægri laun en „t.d. Ítalir“.17 Allt þetta leiði að vísu „til þess
að deilur á milli stétta aukast greinilega“18 og þessar deilur birtist í
sífelldum verkföllum; í skýrslunni segir að ítarlega sé fjallað um
verkföll á dagblöðum, í útvarpinu, skólum og hjá opinberum starfs-
mönnum á Íslandi. Ríkisstjórnin fær á endanum ekki háa einkunn í
þessari greiningu skýrsluhöfundar á íslensku þjóðfélagsástandi.
Niðurstaða hans er að „ósveigjanleg afstaða ríkisstjórnarinnar gagn -
vart þessum kröfum er ekki merki um staðfestu hennar, heldur
sýnir getuleysi hennar við að leysa vandamál landsins.“19 Ekki
þykir ástæða til að færa yfirmönnum Stasi neinar jákvæðar fréttir af
Ís landi; landið er talið, eins og önnur kapítalísk útlönd, eiga við fjöl-
mörg efnahagsleg og þjóðfélagsleg vandamál að stríða.
Þessi greining er athyglisverð fyrir ýmissa hluta sakir. Ástandið
sem þarna er lýst var vissulega ekki mjög stöðugt. Rifja má upp að
birgir guðmundsson og markus meckl94
15 BStU. Archiv der Zentralstelle, MfS-HA II, Nr. 34468, skjal 9. (BStU er
skamm stöfun fyrir Die Bundesbeauftragte für die Unterlagen des
Staatssicherheitsdienstes der ehemaligen Deutschen Demokratischen Republik; það
mætti þýða sem: Skrifstofa fulltrúa sambandsríkisins sem sér um gögn
öryggislögreglu fyrrum Þýska alþýðulýðveldisins.) Tilvitnun á frummáli:
„Permanente Labilität … die soziale Lage der Arbeiter verschlechtert sich
ständig.“
16 Sama heimild. Á frummálinu: „Der politische und soziale Kampf der
Werktätigen wird durch das Fehlen einer marxistisch-leninistischen Partei
gehemmt.“
17 Sama heimild. Á frummálinu: „vor vier Jahren im Vergleich zu anderen
Westeuropäischen Staaten Höchstlöhne bezogen … die Lohnempfänger z.B.
in Italien.“
18 Sama heimild, skjal 24. Á frummálinu: „zu einer deutlichen Verschärfung
der Klassenauseinandersetzungen.“
19 Sama heimild, skjal 25. Á frummálinu: „unnachgiebige Haltung der Regier -
ung gegenüber diesen Forderungen kein Zeichen gefestigter Positionen ist,
sondern ihr Unvermögen widerspiegelt, die Probleme des Landes zu lösen.“
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 94