Saga - 2008, Síða 96
vesturs.“22 Í apríl sama ár virðast skýrsluhöfundar hins vegar
amast yfir því að Ísland „hafi í vaxandi mæli fylkt sér að baki
Banda ríkja mönnum sem hafi verið að stofna til ágreinings á hinum
ýmsu sviðum.“23 Að auki hafi Ólafur Jóhannesson haldið „áfram
þeirri pólitík að bera út óhróður um Pólland.“24
Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, sem
tók við völdum árið 1983, var túlkuð á þá leið í skýrslunum að
stjórnin ætli „að uppfylla kröfur NATO og sérstaklega Banda -
ríkjanna um að landið taki enn frekar þátt í hervæðingarferlinu og
ágreiningnum. Fyrir utan að samþykkja að reisa herstöð fyrir
Banda ríkin í Keflavík […], sést þetta greinilega á auknum stuðningi
við mannréttindaherferð heimsvaldasinna.“25 Skýrslan lýsir þó
einnig viðleitni „til að tryggja ákveðið svigrúm landsins í utanríkis-
málum“; vegna vandamála í íslensku efnahagslífi telji „ríkisstjórn-
birgir guðmundsson og markus meckl96
22 BStU, Archiv der Zentralstelle, nr. 34468, skjal 13. Á frummálinu: „Einerseits
vertritt es die NATO-Diktion bezüglich der Ursachen für die verschärfte
internationale Lage und ist bereit, den USA-Stützpunkt in Keflavik auszu-
bauen. Andererseits spricht es sich aus spezifischen, auf der geostrategischen
Lage basierenden Sicherheitsinteressen, aus der Befürchtung, in ein militär-
isches Abenteuer der USA verwickelt zu werden und aus seinem Interesse
an guten Beziehungen zur UdSSR (10% des isländischen Außenhandels;
größter Lieferant von Erdöl) für die Fortsetzung und Vertiefung des Ent -
spannungsprozesses … aus. In diesem Sinne wurden die Vorschläge des
XXVI. Parteitages der KPdSU von Außenminister Johannesson als „geeigne-
ter Weg für einen konstruktiven Dialog zwischen den USA und der UdSSR,
zwischen Ost und West“ bezeichnet.“
23 Sama heimild, skjal 19. Á frummálinu: „zunehmend auf den Kon fronta -
tionskurs der USA einschwenkt.“
24 Sama heimild. Á frummálinu: „die Verleumdungspolitik gegenüber Polen.“
Sjá nánar um viðhorf Ólafs Jóhannessonar til Póllands: „Valdataka komm-
únistaflokks og hers í Póllandi,“ Morgunblaðið 15. des. 1981, bls. 22–23.
25 Sama heimild, skjal 22. Á frummálinu: „den Forderungen der NATO und
insbesondere der USA gerecht [wird], das Land stärker in den Hoch -
rüstungs- und Konfrontationskurs einzugliedern. Deutlicher Ausdruck
dafür waren bereits neben der Einwilligung, den USA-Stützpunkt Keflavik
auszubauen …, das verstärkte Engagement in der imperialistischen Menschen -
rechtskampagne.“ Það sem skýrsluhöfundar eru trúlega að vísa til með
þessu er að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hafði það á stefnuskrá
sinni að heimila stækkun flugstöðvarinnar í Keflavík og að farið yrði í fram-
kvæmdir í Helguvík, en hvort tveggja hafði verið þyrnir í augum Alþýðu -
bandalagsmanna sem sáu það sem aukningu á hernaðarumsvifum Banda -
ríkjamanna á Íslandi. Sjá t.d. Morgunblaðið 26. maí 1983, bls. 11.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 96