Saga - 2008, Page 97
in mjög mikilvægt að þróa viðskiptasambönd við sósíalísk lönd.“26
Þess vegna og „aðallega“ vegna áhrifa mótmæla heima fyrir, styddi
Ísland þá lausn sem Níkaragva lagði til í deilunni um Grenada
innan Sameinuðu þjóðanna.27
Ári seinna, 1984, var mat skýrsluhöfunda ennþá neikvæðara,
því „þróunin til hægri, sem hefur átt sér stað frá maí 1983, verður
sífellt greinilegri í utanríkispólitík landsins. […] Til þess að fara
eftir kröfum Bandaríkjanna eru menn enn tilbúnari en áður til að
hverfa frá sinni fyrri afstöðu.“28 Skýrsla utanríkisráðherrans sýnir
enn frekar „að Ísland tekur nú algjörlega þátt í hervæðingarferli
Banda ríkj anna og tekur greinilega afstöðu gegn kommúnisma.“29
En á næstu árum fara að koma jákvæðar fréttir frá Íslandi í
skýrslum Stasi; þær endurspegla breyttan tón í umræðunni um víg-
búnaðarkapphlaupið og kannski ekki síst þær umræður sem
spunn ust í tengslum við leiðtogafund þeirra Gorbatsjofs og Rea -
gans í Höfða í október 1986. Sjónarmið Gorbatsjofs og Sovét manna
komu óvenju skýrt fram í tengslum við þennan fund og sérstaklega
það hve mikill stuggur Sovétmönnum stóð af svokallaðri stjörnu -
stríðsáætlun Reagans.30
Í framhaldi af þeirri þróun sem varð á leiðtogafundinum túlka
skýrsluhöfundar Stasi það svo að það hafi verið „kröfur almenn-
ings um frið, öryggi og afvopnun, sem og um aðgerðir gegn ögr-
andi áformum Bandaríkjanna, sem fengu íslensku ríkisstjórnina
loksins til þess að setja fram sína sjálfstæðu afstöðu.“31 Að leiðandi
á sumarskóm í desember 97
26 BStU, Archiv der Zentralstelle, nr. 34468, skjal 22. Á frummálinu: „die
Regierung dem Ausbau der Handelsbeziehungen mit sozialistischen Län -
dern große Bedeutung.“
27 Sama heimild.
28 Sama heimild, skjal 23. Á frummálinu: „Mai 1983 erfolgte Rechtsentwicklung
findet auch in der Außenpolitik des Landes immer deutlicheren Nieder -
schlag. … Um sich den Forderungen der USA unterzuordnen, zeigt sie ver-
stärkt Bereitschaft, eigene Positionen aufzugeben.“
29 Sama heimild. Á frummálinu: „die nunmehr vollständige Integration Islands
in den Konfrontations- und Hochrüstungskurs der USA mit klarer anti-
kommunistischer Stoßrichtung.“
30 Þetta kom skýrt og greinilega fram í umfjöllun íslenskra blaða um fundinn,
eins og t.d. má sjá á forsíðu Morgunblaðsins 13. okt. 1986.
31 BStU, Archiv der Zentralstelle, nr. 34468, skjal 27. Á frummálinu: „Forder ungen
der Öffentlichkeit nach Frieden, Sicherheit und Abrüstung sowie nach
Maßnah men gegen das amerikanische Diktat veranlassten die isländische
Regierung letztlich, auf den Erhalt eigenständiger Positionen öffentlich zu
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 97