Saga - 2008, Page 98
stjórnmálamenn á Íslandi hefðu hafnað hervæðingaráformum
Reagan-stjórnarinnar var talið mega rekja til „aukins þrýstings al -
menn ings á Íslandi.“32 Á sama tíma reyndu hins vegar „afturhalds -
söm öfl á Íslandi að ógna friðaröflunum eftir að hafa fengið inn-
blástur frá Bandaríkjunum.“33
Undir lok níunda áratugarins verða skýrslurnar stöðugt já kvæð -
ari gagnvart Íslandi. Árið 1987 er lögð áhersla á „hvernig landið
tekst með breyttum hætti á við mikilvægar spurningar í alþjóðlegu
samstarfi.“34 Niðurstaða skýrsluhöfunda Stasi var sú að stefnu-
breytingin í pólitíkinni sé aðallega til komin vegna „sovésku friðar-
sóknarinnar,“ umræðna í öðrum evrópskum ríkjum og þrýst ings frá
íbúum heima fyrir.35 Sendiráði Austur-Þýskalands á Íslandi er síðan
lokað í ársbyrjun 1989 og daglegri starfsemi sem þar hafði farið fram
sinnt frá sendiráðinu í Ósló.36
Tengiliðurinn „Karlson“
Talsverður hluti Stasi-skýrslnanna fjallar um tengiliðinn (Kontakt -
per son, skammstafað KP) „Karlson“, íslenskan námsmann sem
flutti frá Vín til Þýska alþýðulýðveldisins árið 1959 til námsdvalar.
Eftir að hafa lokið tungumálanámskeiði í Leipzig hóf hann nám við
Hagfræðiháskólann í Berlín-Karlhorst. Síðar flutti einnig systir
hans til landsins. Eins og áður segir er nokkuð víst að hér sé átt við
Guðmund Ágústsson hagfræðing.
Fjórum árum eftir að „Karlson“ kom til Berlínar, nánar tiltekið
þann 9. febrúar 1963, er skráð í skýrsluna að „sambandi hafi verið
komið á við aðilann.“37 Fyrir þann tíma hafði upplýsinga þegar
verið aflað um „Karlson“ og systur hans og greinilega var búið að
birgir guðmundsson og markus meckl98
32 Sama heimild, skjal 31. Á frummálinu: „zunehmenden Druck der islän -
dischen Öffentlichkeit.“
33 Sama heimild, skjal 32. Á frummálinu: „die reaktionären Kräfte Islands —
inspiriert durch die USA — [verstärkt], die Friedenskräfte einzuschüchtern.“
34 Sama heimild, skjal 40. Á frummálinu: „Nuancen im Herangehen des Landes
an wichtige Fragen der internationalen Beziehung.“
35 Líklegt verður að telja að skýrsluhöfundur sé hér að vísa til hugmynda
Gorbatsjofs um afvopnun og gagnrýni Sovétmanna á geimvarnaráætlun
Reagans, sem Sovétmenn sögðu breyta ógnarjafnvæginu og vinna gegn friði.
36 Sjá: „Vegabréfsáritanir,“ DV 7. apríl 1990, bls. 48.
37 BStU, Zentralarchiv, 1496/65, skjal 9, Skýrsla um að sambandi hafi verið
komið á við tengiliðinn. Á frummálinu: „Kontaktaufnahme zu der Person.“
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 98