Saga - 2008, Blaðsíða 99
leggja mat á persónuleika þeirra og stjórnmálaviðhorf, mat sem
byggt var á huglægri túlkun þeirra sem öfluðu upplýsinganna.
Þannig var sagt frá því að „Karlson“ væri „í þjóðfélagslegu tilliti
[…] opinn gagnvart vandamálum okkar [þ.e. Austur-Þjóðverja].“38
Framkomu hans er lýst sem „hógværri og skyldurækinni“, og að
auki er undirstrikað að hann hegði sér „siðferðilega á óaðfinnan-
legan hátt.“39 Hegðun systurinnar var hins vegar að mati upp-
ljóstrarans „í mörgum tilfellum mjög hvatvísleg.“40
Samkvæmt skjölunum útskýrði Stasi-liðsforinginn Koch41 fyrir
„Karlson“, þegar fyrst var haft samband við hann, að fjandsamleg-
ir aðilar hefðu þá nýlega hafið að „brugga launráð gegn Þýska
alþýðulýðveldinu í Vestur-Berlín og [reynt] að efna til óeirða meðal
stúdenta“, og því væri nauðsynlegt fyrir alþýðulýðveldið að „grípa
til aðgerða með hjálp öryggisstofnana okkar, til þess að koma í veg
fyrir að áform andstæðingsins heppnuðust. Til þess þurfum við
hins vegar að leita til útlendinga og þar sem við vissum að
„Karlson“ var meðlimur bræðraflokks okkar, Sósíalistaflokksins,
leituð um við að sjálfsögðu til hans.“42 Í þessu samhengi er rétt að
rifja upp að þetta samtal átti sér stað tveimur árum eftir að Berlínar -
múrinn var reistur og einungis útlendingar frá hinum „kapítalísku
útlöndum“ gátu ferðast án vandræða frá Austur-Berlín til Vestur-
Berlínar. „Karlson“ var, samkvæmt skráningu um samtalið í skýrsl -
unni, „jákvæður gagnvart beiðni öryggislögreglunnar“ um að hann
myndi ferðast oftar til Vestur-Berlínar, koma þar á sambandi við
stúdenta og einnig segja frá heimsóknum fólks úr vestri til Hag -
fræðiháskólans þar sem hann stundaði nám.
„Karlson“ útskýrði einnig í fyrsta samtalinu að hann sæi í
augna blikinu tvo möguleika; ef kosningarnar á Íslandi færu vel,
„þ.e.a.s. eftir að Sósíalistaflokkurinn í samvinnu við bændaflokkinn
á sumarskóm í desember 99
38 Sama heimild, skjal 3, Rannsóknarskýrsla.
39 Sama heimild. Á frummálinu: „in gesellschaftlicher Hinsicht … unseren
Problemen aufgeschlossen gegenübersteht. … bescheiden und pflichtbewußt
… einwandfreien Lebenswandel.“
40 Sama heimild, skjal 5. Á frummálinu: „… in manchen Fällen aber sehr im -
pulsiv.“
41 Líklegt er að Koch liðsforingi sé sá sem Guðmundur Ágústsson kallaði í
viðtali árið 1995 „manninn með sígarettuna“. Sjá DV 7. febr. 1995, bls. 2.
42 BStU, Zentralarchiv, 1496/65, skjal 10, Skýrsla um að sambandi hafi verið
komið á við tengiliðinn. Gera má ráð fyrir því að þarna hafi Koch verið að
vísa til þess að Guðmundur hafði starfað með Sameiningarflokki alþýðu –
Sósíalistaflokknum þegar hann var á Íslandi.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 99