Saga - 2008, Side 101
kunningi hans og hefði fengið boð frá Freie Universität í Vestur-
Berlín um að taka við kennarastöðu þar. Samkvæmt athugasemd-
um öryggislögreglunnar, sem byggjast á samtali við „Karlson“, var
þó ekki ljóst á þeim tíma hvort kunninginn tæki við stöðunni, því
„Karlson“ átti að hafa sagt að „Sósíalistaflokkurinn myndi taka
ákvörðun um það“.47
Á næsta fundi fimm vikum síðar hafði „Karlson“ ekki frá
mörgu að segja, þar sem hann hafði ekki enn farið til Vestur-
Berlínar. Í millitíðinni hafði hann samt komist að því að kunningi
hans myndi taka við stöðunni við Freie Universität. Kunninginn
hefði til ársins 1962 verið kennari við háskólann í Greifswald og
myndi frá apríl 1963 kenna sömu fögin við Freie Universität. Bæði
hann og konan hans væru meðlimir í íslenska Sósíalistaflokknum.
Nokkuð ljóst er af frásögn Árna Björnssonar, sem vitnað var til í
upphafi þessarar greinar, að hér er verið að vísa til hans:
„Tengiliðurinn áleit hann [yfirstrikað orð, líklega nafn á manni]
vera mjög spaugsama og félagslynda manneskju, sem vegna ein-
kennilegs útlits, vaxtarlags og andlitsdrátta, yrði stundum að
aðhlátursefni.“48
Ennfremur útskýrði Karlson á fundinum að annar Íslendingur
hefði nýlega heimsótt sig í hinni „lýðræðislegu Berlín“, eins og
Austur-Berlín var gjarnan kölluð af yfirvöldum í Þýska alþýðu -
lýðveldinu, en sá tilheyrði hins vegar ekki neinum stjórnmálaflokki
og „væri ennþá að þroskast pólitískt séð“ og því vildi Karlson ekki
fá hann til liðs við öryggislögregluna. Að auki skrifar öryggislög-
reglan athugasemd um að „Karlson“ „fengi fljótlega eigin íbúð einnig
í [yfirstrikað orð] vegna starfs sem [yfirstrikað orð] og pólitískrar
vinnu.“49
Í maí 1963 lagði yfirmaður „Karlsons“ hjá öryggislögreglunni,
Koch liðsforingi, í fyrsta sinn mat á vinnu hins íslenska uppljóstrara:
Í samstarfinu er hann [tengiliðurinn] heiðarlegur, en enn hefur
á sumarskóm í desember 101
47 Sama heimild, skjal 14. Á frummálinu: „Eine Entscheidung über dessen Ein -
satz fällt die SEI [Sozialistische Einheitspartei Islands].“
48 Sama heimild, skjöl 15–16, Fundarskýrsla fyrir 15. mars 1963. Á frummálinu:
„Die KP schätzte den [geschwärzt] als einen sehr humorvollen kontakt-
freudigen Menschen ein, der auf Grund seines komischen Ansehens, seiner
Figur und seines Gesichtsausdruckes manchmal als lächerlich angesehen ist.“
49 Sama heimild, skjal 16. Á frummálinu: „demnächst eine eigene Wohnung
gleichfalls in der [geschwärzt] erhält auf Grund ihrer Tätigkeit als [ge schwärzt]
und ihrer politischen Arbeit.“
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 101