Saga - 2008, Síða 103
við samtalið og starfsmenn öryggislögreglunnar geta talað við
Íslendingana án nokkurrar hættu,“ segir í skýrslunni.53
Á fundinum var einnig ákveðið að Karlson myndi fylgjast með
undirbúningnum í Vestur-Berlín fyrir kröfugönguna þann 1. maí
1963 og að auki átti hann að fara á væntanlegt landsþing vestur -
þýska Jafnaðarmannaflokksins, sem fjölmiðlamaður fyrir hönd
öryggislögreglunnar. „Karlson“ vildi gjarnan taka að sér bæði verk-
efnin. Á næsta fundi, sem fram fór einum degi fyrir 1. maí, fékk
„Karlson“ nákvæmar leiðbeiningar um hvað hann þyrfti að gera
fyrir heimsfriðinn. Fyrst og fremst átti hann að komast að því hvar
í Vestur-Berlín hátalarabílarnir og spjöldin með áróðursslagorðum
væru geymd, en þetta voru talin helstu tækin „til að eyðileggja
athafnir í tilefni af 1. maí í hinni lýðræðislegu Berlín.“54 Rétt er að
taka fram að upplýsingar um þetta mál voru birtar í sjónvarps -
þættinum „Í nafni sósíalismans“, og síðan var Guðmundur Ágústs-
son spurður um það sérstaklega, í fyrrgreindu viðtali í DV árið
1995, hvort hann hefði aflað upplýsinga um 1. maí hátíðahöldin og
kvaðst hann ekki hafa gert það. Guðmundur varpar því hins vegar
fram að skýrsluhöfundur, „maðurinn með sígarettuna“, hafi talið
eðlilegt að biðja hann um að fara slíka ferð, en það hafi hann hins
vegar ekki gert.55
Á þessum sama fundi var einnig rætt nánar um að fá íslenska
kennarann við Freie Universität til liðs við öryggislögregluna. Í því
samhengi varð „Karlson“ reyndar að segja frá því að íslenski kenn-
arinn vildi gjarnan komast að því hvort starfsmenn öryggislög-
reglunnar, sem vildu fá hann til samstarfs, „væru raunverulega
tengdir öryggismálaráðuneytinu.“56 Einnig hafði hann sagt „Karl -
son“ að hann hefði verið kallaður fyrir háskólaráð Freie
Universität í Vestur-Berlín. Það vissi um aðild hans að sósíalista -
flokknum íslenska og hefði varað hann við að eiga samskipti við
„rússneska njósnara“.57
á sumarskóm í desember 103
53 Sama heimild, skjal 20. Á frummálinu: „Dadurch wird die KP aus dem
Gespräch herausgehalten und die Mitarbeiter können ohne Gefahr dieses
Gespräch durchführen.“
54 Sama heimild, skjal 21. Fundarskýrsla 30. apríl 1963. Á frummálinu: „um die
Veranstaltungen zum 1. Mai im demokratischen Berlin zu stören.“
55 „Fékk frið og heimferð fyrir konu og barn,“ DV 7. febr. 1995, bls. 2.
56 BStU, Zentralarchiv, 1496/65, skjal 21. Á frummálinu: „auch wirklich Ange -
hörige des MfS sind“.
57 Sama heimild. Á frummálinu: „russischen Agenten“.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 103