Saga - 2008, Síða 104
Á næsta fundi, þann 1. maí, „var tengiliðurinn „Karlson“ kom-
inn aftur frá Vestur-Berlín og sagði starfsmönnum öryggislögregl-
unnar frá athugunum sínum á staðsetningu lögreglunnar, fjölda
talstöðvarbíla, staðsetningu hátalarabíla, ræðupallsins o.s.frv., og
var þeim upplýsingum strax komið áfram til aðgerðastjórnarinn-
ar.“58
Í gögnunum er einungis að finna eina fundarskýrslu til viðbót-
ar um fund öryggislögreglunnar og „Karlson“, þar sem „Karlson“
segir frá því að hann hafi í hyggju að fara í frí til Englands,
Frakklands og Ítalíu. Skýrslan endar á athugasemd um að næsti
fundur verði ákveðinn í gegnum síma. Þó að ekki sé að finna frek-
ari fundarskýrslur í gögnunum má gera ráð fyrir því að sambandið
hafi haldið eitthvað áfram, því að til er kvittun sem á stendur:
„Tengiliðnum „Karlson“ voru afhent 50 vesturþýsk mörk fyrir
útgjöldum“ og er kvittunin dagsett 28. janúar 1964.59
Þann 20. nóvember 1964 skilaði Koch liðsforingi skýrslumöpp-
unni um tengiliðinn „Karlson“ inn í skjalasafnið, vegna þess að
„Karlson“ var farinn aftur til Íslands. Meðfylgjandi var nákvæm
tölfræði um ferðir „Karlsons“ yfir landamærin til Vestur-Berlínar
og vegna þess hversu mikið kapp öryggislögreglan lagði á söfnun
upplýsinga, eru nú handbærar upplýsingar um að „Karlson“ hafi
til dæmis þann 4. febrúar 1964 tekið með sér til baka ýmsa hluti sem
allir flokkuðust sem munaðarvarningur í Austur-Þýskalandi: „2
nælonskyrtur; 2 pör af uppháum kvensokkum, 20 stykki af smá-
vindlum (Intershop); 250 g kaffi og 1 kg af banönum.“60
birgir guðmundsson og markus meckl104
58 Sama heimild, skjal 23, Athugasemd í skýrslu frá 6. maí 1963. Á frummálinu:
„erschien die KP „Karlson“ wieder aus Westberlin und teilte dem Mit -
arbeiter seine Beobachtungen über den Aufmarsch der Polizei, Ansammlun -
gen von Funkwagen, Stellung der Lautsprecherwagen, der Tri büne usw. mit,
die dann sofort dem Einsatzstab übermittelt wurde.“ Vænt an lega er ferðin,
sem skýrsluhöfundur vitnar til sem rannsóknarleiðangurs um staðsetningu
tóla og tækja fyrir 1. maí, sami leiðangur og Guðmundur lýsir og greint er frá
í neðanmálsgrein nr. 5 (sbr. viðtal við hann í DV 7. febr. 1995). Hér er veru-
legt ósamræmi milli þess sem Guðmundur Ágústsson segir í viðtalinu og
þess sem skrifað er í Stasi-skýrslunni.
59 BStU, Zentralarchiv, 1496/65, skjal 27, Kvittun, 28. jan. 1964. Á frummálinu:
„Der KP „Carlsson“ wurden für Auslagen 50,- DM ausgehändigt.“
60 Sama heimild, nr. 12225/66, skjal 8. Á frummálinu: „2 Nylonhemden; 2 Paar
Damenstrümpfe, 20 Stck. Zigarillos (Intershop); 250 gr Kaffee und 1 kg
Bananen.“ Intershop var verslun í Þýska alþýðulýðveldinu þar sem ekki var
hægt að greiða fyrir vörur með austurþýskum mörkum.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 104