Saga - 2008, Page 105
Íslenski kennarinn við Freie Universität, þ.e. Árni Björnsson,
vildi ekki vinna fyrir öryggislögregluna. Samkvæmt skjölunum
hitti hann reyndar starfsmenn hennar að minnsta kosti einu sinni á
kaffihúsinu Sofia í Austur-Berlín, þann 19. desember 1963. Þá mun
kennarinn einkum hafa lagt áherslu á „öryggi sitt“ og „að ef sam-
band við öryggisstofnanir Þýska alþýðulýðveldisins kæmi upp á
yfirborðið hefði það örlagaríkar afleiðingar fyrir flokkinn [heima á
Íslandi] og hann persónulega.“ Öryggislögreglan skrifaði einnig
athugasemd um að kennarinn minntist í þessu samhengi á „ófull-
nægjandi vinnu öryggisstofnana Sovétríkjanna (leyniþjónustunn-
ar) við að afla leynilegra upplýsinga um ratsjárstöð Bandaríkjanna
á Íslandi“, en það hafði í för með sér „handtökur og við það beið
ímynd Sovétríkjanna hnekki og mikils óróleika varð vart hjá
meðlimum Sósíalistaflokksins.“61 Gera verður ráð fyrir að hér sé
verið að vísa til þess sem oft er kallað „Hafravatnsmálið“ og kom
upp í febrúar 1963, en þá var tveimur sovéskum sendiráðsmönnum
vísað úr landi fyrir að reyna að fá íslenskan mann, Ragnar Gunn -
ars son, til að njósna fyrir sig.62
Koch liðsforingi var ekki sérlega vongóður um samvinnu við
íslenska kennarann: hann „vildi ekkert hafa með leyniþjónustu að
gera“.63 Þrátt fyrir þessi neikvæðu viðbrögð fær lesandi skýrslnanna
engu að síður útlitsgreiningu á kennaranum. Koch var greinilega
ekki yfir sig hrifinn, því að hann sagði kennarann vera mjög
„hirðulausan í klæðaburði“; hann gengi um á sumarskóm í desem-
ber og klæddist „rauðri skyrtu með bláu bindi við grá jakkaföt“.64
á sumarskóm í desember 105
61 Sama heimild, nr. 1496/65, skjal 29–30, Skýrsla frá 20. des. 1963. Á frummál-
inu: „Sicherheit seiner Person … daß wenn ein Kontakt zu den Sicherheits -
organen der DDR bekannt würde, es folgenschwere Konsequenzen für die
Partei und für ihn persönlich nach sich ziehen würde. … unqualifizierten
Arbeit der Sicherheitsorgane der SU in der Aufklärung der Radarstation der
USA auf Island … zu Festnahmen kam und dadurch das Ansehen der SU
geschädigt und große Bestürzung bei den Genossen der SEI hervorgerufen
wurde.“
62 „Miklu fargi af mér létt,“ Morgunblaðið 28. febr. 1963, bls. 24 og 23. — Guðni
Th. Jóhannesson, Óvinir ríkisins. Byltingarsinnar, ógnir og innra öryggi í kalda
stríðinu á Íslandi (Reykjavík 2006).
63 BStU, Zentralarchiv, nr. 1496/65, skjal 33. Á frummálinu: „nicht mit einem
Geheimdienst zu tun haben möchte.“
64 Sama heimild. Á frummálinu: „nachlässig gekleidet war, trug einen alten
Übergangsmantel, Sommerschuhe, zum grauen Anzug ein rotes Hemd mit
blauem Schlips.“
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 105