Saga - 2008, Síða 107
— afla upplýsinga um einstaklinginn og sambönd hans;
— geta í tæka tíð sagt fyrir um hugsanlegar aðfarir [yfirstrikað
orð] eða annarra [yfirstrikað orð] að erlendum viðskiptasam-
böndum bílaverksmiðjunnar VEB AWE. Einnig að afla upp -
lýsinga um fjölskylduaðstæður, fjármuni og eignir, tengsl við
ríkisfyrirtæki o.s.frv.67
Samkvæmt matinu, sem fylgdi í kjölfarið, var það talið viðskiptalega
óhagkvæmt fyrir bílaverksmiðjuna VEB AWE að selja bíla til Íslands
vegna langrar flutningsleiðar og lítils markaðar. Litið var svo á að
„[yfirstrikað orð, líklega nafn á manni] gerði á engan hátt of miklar
fjárhagskröfur“, heldur gæti íslenski markaðurinn einungis tekið við
takmörkuðum fjölda Wartburg-bíla.68 Það er því ljóst að Austur-Þjóð -
verjar hafa ekki litið á þessi viðskipti sem hrein við skipta tækifæri
heldur einnig sem tæki til að efla pólitísk tengsl milli landanna.
Einn hinna fjögurra leynilegu starfsmanna Stasi sem öryggis-
lögreglan fól að fylgjast með íslenska bílasalanum var bifvélavirki
og hafði Stasi sent hann sem slíkan til Íslands í nóvember 1979.
Mun þetta vera eina tilvikið, sem greint er frá í skýrslunum, þar
sem Stasi sendir mann til landsins. Ferðaskýrsla bifvélavirkjans er
til, en greinir ekki frá miklum árangri. Þar má þó finna upplýsing-
ar um að Ísland hafi tekið við 400 Traböntum og 180–200 Wartburg-
bílum. Í ferðaskýrslu leynistarfsmannsins má finna nákvæma lýs -
ingu á húsnæði og fjölskylduaðstæðum bílainnflytjandans. Alltaf er
skráð ef áfengi var haft um hönd og síðan bent á að samskipti innan
fyrirtækisins séu svo góð að allir starfsmenn og yfir maðurinn þú-i
hver annan.69 Ekki er að finna neitt um ákvarðanir varðandi frekari
innflutning á Wartburg-bílum til Íslands í þessum skýrslum.
á sumarskóm í desember 107
67 BStU, Aussenstelle Erfurt, nr. 1097/81, OPK-nr. 136/80, skjal 12 og 13. Á
frummálinu: „Der [geschwärzt] unterhält seit (1978) Kontakte zu Reise -
kadern des Betriebes und besucht das VEB AWE [Volkseigener Betrieb
Automobilwerk Eisenach] zu Vertrags absch lüssen. Außerdem reist er seit
dieser Zeit zu den stattfindenden Messen nach Leipzig ein. … Ziel der
Aufklärung besteht dabei:
— in der Aufklärung der Person und ihrer Verbindungen
— im rechtzeitigen erkennen evt. Angriffe des [geschwärzt] oder ande-
rer [geschwärzt] gegen die außenwirtschaftlichen Beziehungen des VEB
AWE … Aufklärung der Familienverhältnisse, Vermögens- und
Besitzverhält nisse, … Verbindungen zu staatl. Unternehmen …“
68 Sama heimild, skjal 19. Á frummálinu: „der [geschwärzt] keinerlei über-
spitzte finanzielle Forderungen [stellte]“.
69 Sama heimild, nr. 1231/81, bindi II, skjal 65.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 107