Saga - 2008, Blaðsíða 108
Opinber erindi
Í gögnunum er að finna upplýsingar á tveimur stöðum um íslenska
stjórnarerindreka, þar á meðal beiðni íslenska sendiherrans í Austur-
Þýskalandi, Tómasar Tómassonar, um að fá að afhenda trúnaðar-
bréf sín. Í því samhengi er tekið fram að „samsvarandi stofnun
Sovétríkjanna hafi einnig safnað upplýsingum undir skráningar-
númerinu 155123“ um manninn.70
Þá er að finna athugasemd í skýrslunum um samtal við nýjan
sendiherra Íslands í Vestur-Þýskalandi, Pál Ásgeir Tryggvason,
þann 16. janúar 1987. Uppljóstrarinn gaf öryggislögreglunni upp -
lýs ingar um eftirfarandi: „Tryggvason þekkti ég frá því ég gegndi
starfi mínu á Íslandi og í Noregi á árunum 1977–84 […]. Sambandið
við hann á þeim tíma var einkum mikilvægt með tilliti til
upplýsingaöflunar okkar um málefni í tengslum við stefnumörkun
hjá NATO og norræna samvinnu.“ Aðalupplýsingar þessa samtals
fólust í því að „Tryggvason undirstrikaði […] að Ísland legði á
síðustu árum meira upp úr því en áður að vera í góðu sambandi við
Sambandslýðveldið Þýskaland vegna þess að það væri orðið
stærsti innflytjandi frysts þorsks.“71 Uppljóstrarinn leggur síðan
persónulegt mat á Pál Ásgeir og lýsir honum sem félagslyndum og
gamansömum. Slíkum persónulýsingum fylgdi alltaf í skýrslunum
mat á venjum viðkomandi einstaklinga. Í skýrslunum hefur þó
verið strikað með svörtum penna yfir atriði sem gætu talist
viðkvæmar persónuupplýsingar.
Þann 15. janúar 1968 er í skrifum aðaldeildar II/3 að finna at -
huga semd um að lítil von sé til þess að „við náum árangri í að -
gerðum okkar“72 í tengslum við ákveðinn Íslending og því hafi
birgir guðmundsson og markus meckl108
70 BStU, Archiv der Zentralstelle, MfS-HA II, nr. 34468, skjal 7. Á frummálinu:
„das Bruderorgan der UdSSR unter der Erfassungsnummer 155123 ebenfalls
Informationen.“
71 Sama heimild, skjal 34–35. Á frummálinu: „Tryggvason kannte ich aus der
Zusammenarbeit während meiner früheren Tätigkeit in Island und
Norwegen in den Jahren 1977–84 … Der damalige Kontakt zu ihm war
besonders für unsere Informationsarbeit zu Fragen der NATO-Politik und
der internordischen Zusammenarbeit von Interesse … Tryggvason betonte,
… da Island seit der letzten Jahre seinen Beziehungen zur BRD
[Bundesrepublik Deutschland] größere Bedeutung beimesse. Das ergebe sich
daraus, daß die BRD größter Importeur gefrosteten Dorsches geworden sei.“
72 BStU, Zentralarchiv, nr. 196/69, skjal 92. Á frummálinu: „für unsere opera-
tive Arbeit keine Perspektive“.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 108