Saga - 2008, Page 109
honum verði eytt úr skýrslunni. Greinilegt er að áður höfðu sam-
skipti átt sér stað við þennan tiltekna einstakling, en í skýrslunum
er ekki að finna neinar frekari upplýsingar um það.
Í skjalasafninu var síðan að finna almennar upplýsingar um Ís -
land sem höfðu einfaldlega verið afritaðar úr vesturþýskum
upplýsinga- og fréttaveitum.73 Þar að auki voru þar tímaritsgreinar
og almennt efni um Reykjavík; jafnvel sætaskipan á borgarstjórnar-
fundum árið 1986 hafði verið vélrituð og bætt við skýrslurnar. Um
Davíð Oddsson borgarstjóra sér öryggislögreglan ástæðu til að
minnast á að hann hafi skrifað nokkur leikrit og önnur verk.74
Í gögnunum er einnig að finna upplýsingar um heimsóknir
utanríkisráðherra Íslands í maí 1979 og „vinarheimsókn formanns
Framsóknarflokksins og sjávarútvegsráðherra Íslands, herra Stein -
gríms Hermannssonar“, árið þar á eftir.75
Að lokum má geta þess að nákvæmlega var fylgst með heim-
sókn forseta Íslands, „frú Finnbogadóttur“, til Vestur-Þýskalands
árið 1988. Stasi skráði í skýrslur sínar að það væri góð niðurstaða að
„heimsóknin til Berlínar (vestur) átti sér stað eftir að forseti
Sambandslýðveldisins Þýskalands hafði formlega kvatt hana og
fulltrúar ríkisstjórnar Sambandslýðveldisins voru ekki með í för.“
Vigdís hefði því farið til Berlínar að lokinni opinberri heimsókn til
Vestur-Þýskalands. Stasi virðist telja það mjög jákvætt og mikil-
vægt að íslenski forsetinn var ekki lengur í formlegu boði vestur -
þýskra yfirvalda þegar hann kom til Vestur-Berlínar; austurþýsk
yfirvöld litu nefnilega ekki svo á að vesturhluti borgarinnar til-
heyrði Sambandslýðveldinu. „Þessi tilhögun mála sýnir greinilega
að ráðstafanir þar að lútandi, sem fulltrúar Sovétríkjanna og Þýska
alþýðulýðveldisins á Íslandi gerðu fyrirfram, hafa haft áhrif.“76
Reyndar varð skýrsluhöfundur að minnast á að íslenski forsetinn
hefði „tengt glæpi Gestapó, sem fjallað var um á sögusýningunni
á sumarskóm í desember 109
73 Gjarnan var stuðst við upplýsingar úr Munzinger-skjalasafninu sem er vest-
urþýsk upplýsingaveita í einkaeign. Hún var stofnsett 1913 og hefur einkum
verið notuð af fjölmiðlafólki.
74 BStU, ZOS, nr. 2680, skjal 71.
75 BStU, Archiv der Zentralstelle, MfS ZOS, nr. 2680, skjal 88.
76 BStU, Archiv der Zentralstelle, Mfs-HA II, nr. 34468, skjal 41. Á frummálinu:
„Dieses Vorgehen verdeutlicht, dass die diesbezüglichen durch die Ver -
tretungen der UdSSR und der DDR in Island vorab eingeleiteten Schritte
nicht ohne Wirkung geblieben sind.“
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 109