Saga - 2008, Page 115
greinar er því annað en Þorsteins Helgasonar sagnfræðings í grein
hans í Sögu árið 2002 um sögulegar heimildamyndir fyrir sjónvarp.2
Það sem í fyrstu kann að virðast yfirborðskennd aðgreining snýr
þegar betur er að gáð að grundvallarmun í framsetningu og
viðfangsefnum. Varasamt er auðvitað að alhæfa í þessu samhengi
en almennt má segja að sjónvarpsefni sé hefðbundnara í framsetn-
ingu og hafi uppfræðslu að leiðarljósi, en nýsköpunar í formi gæti
fremur á hvíta tjaldinu og fagurfræðilegar áherslur séu þar meira
áberandi. Hvað varðar viðfangsefni sjónvarpsmynda og kvik-
mynda eru þau um margt ólík en sögulegar áherslur eru algengari
á skjánum. Skilgreining Þorsteins á sögulegri heimildamynd er
annars eftirfarandi:
Það er heimildamynd sem fjallar um sögulegt efni, þ.e. efni
sem talið er sögulegt þegar myndin er gerð. Þetta hefur oft í för
með sér að myndin er að einhverju leyti sett saman úr eldra
myndefni þó að einnig sé kvikmyndað í núinu, svo sem minj -
ar fortíðar, viðtöl við fólk og aðrar athafnir sem tengja nútíð
við fortíð.3
Samkvæmt þessari skilgreiningu er það í raun aðeins Braggabúar
(2002, Ólafur Sveinsson) sem talist getur söguleg heimildamynd á
meðal þeirra kvikmynda sem hér verða teknar til umfjöllunar þótt
Syndir feðranna (2007, Ari Alexander Ergis Magnússon og Berg -
steinn Björgúlfsson) sverji sig einnig í þá ætt. Hinar nýju íslensku
heimildamyndir eru því hvað þetta varðar samtímalegar fremur en
sögulegar. Það þýðir þó ekki að fortíðina sé þar hvergi að finna, því
einsleit endurreisn 115
ar á filmu, myndband eða stafrænt form) eru framleiddar með það að leiðar-
ljósi að vera að lokum sýndar í sjónvarpi. Fagurfræðilega séð mætti t.a.m. segja
að myndin Guðbergur (2002, Þorgeir Gunnarsson) bæri öll merki sjónvarps-
myndar þótt um hana sé fjallað í þessari grein. Enda er þessi aðgreining frem-
ur viðmið og án efa geta lesendur tínt til myndir sem réttlætanlegt hefði verið
að taka hér til skoðunar. Þá hef ég ennfremur takmarkað umfjöllunina við
lengri myndir, þó að einnig megi deila um mörk stuttmynda og lengri mynda.
Einstaka sinnum hef ég þó rætt myndir í styttra lagi ef umfjöllunin hefur
kallað á slíkt, en stysta myndin sem nefnd er í greininni er Franska rivíeran
(2007, Huldar Breiðfjörð) sem er 40 mínútur. Þær lykilmyndir sem bera uppi
greinina voru þó allar frumsýndar í kvikmyndahúsum í svokallaðri fullri
lengd. Loks hef ég látið eiga sig landslagsmyndir sem framleiddar eru sér-
staklega fyrir ferðamenn.
2 Þorsteinn Helgason, „Sagan á skjánum. Sögulegar heimildamyndir fyrir sjón-
varp“, Saga XL:2 (2002), bls. 41–77.
3 Sama heimild, bls. 45.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 115