Saga - 2008, Síða 120
verið á þessa leið: Skýringarmyndin var innleidd með mynd
Ro berts Flaherty, Nanook of the North (1922), sem oft hefur verið
nefnd fyrsta heimildamyndin, en í henni útskýrir hann líf inúíta í
Kanada fyrir áhorfendum. Skotinn John Grierson, sem fyrstur beitti
hugtakinu heimildamynd, festi skýringarmyndina í sessi sem höf -
uð breska heimildamyndaskólans, og var hún svo að segja einráð
vel fram yfir seinni heimsstyrjöld.8 Könnunarmyndin kemur svo til
sögunnar undir lok sjötta áratugarins, m.a. fyrir tilstilli tækni nýj -
unga sem gerðu kvikmyndagerðarfólki kleift að fylgja eftir við -
fangs efnum sínum í meiri nánd en áður þekktist, líkt og sjá má í
hinni byltingarkenndu mynd Roberts Drew, Primary (1960), enda
var hreyfingin sem fylgdi í kjölfarið kölluð „direct cinema“. Um
svipað leyti ryður sér til rúms í Frakklandi áþekk hreyfing sem kall-
ast „cinema vérité“ — og er þessum tveim hreyfingum oft ruglað
saman — undir forystu mannfræðingsins Jean Rouch. Ólíkt Drew
hafði Rouch þó engan áhuga á að láta lítið fara fyrir sér og töku-
vélinni, hvort sem hann var við upptökur í París, sbr. Saga af sumri
(1961), eða nýlendum Frakka í Afríku, sbr. Jagúar (1957), heldur
vildi hann skoða áhrif tökuvélarinnar á umhverfi sitt og eru mynd-
ir hans í þeim skilningi gagnvirkar. Sjálfhverfa myndin er svo um
margt rökrétt framhald, þar sem sjálft form heimildamyndarinnar
er tekið til umfjöllunar samfara viðfangsefninu; þessi gerð þróaðist
beggja vegna Atlantshafsins og mætti nefna sem dæmi lykilverkin
Sans Soleil (1983) eftir Frakkann Chris Marker og The Thin Blue Line
(1988) eftir Bandaríkjamanninn Errol Morris. Hinn vinsæli og um -
talaði Michael Moore vinnur að einhverju leyti í anda sjálfhverfu
myndarinnar, en skilaboð mynda hans eru svo skýr og einradda að
í grunninn eru þær kannski ekki jafn ólíkar gömlu skýringarmynd-
inni og halda mætti við fyrstu sýn. Það er svo ekki síður staðfesting
þess að um almennar hræringar sé að ræða fremur en beina sögu-
lega þróun að þegar á þriðja áratugnum skuli rússneski leikstjórinn
Dziga Vertov hafa verið farinn að búa til sjálfhverfar heimilda-
myndir, sbr. Maður með tökuvél (1928).
Þetta alþjóðlega samhengi (yfirlitið er auðvitað fjarri því að vera
tæmandi og mestmegnis bundið við hefðarveldi vestrænna heim-
ildamynda) segir ýmislegt um sérstöðu íslenskra heimildamynda.
björn ægir norðfjörð120
8 Sjá umfjöllun hans um mynd Flahertys, Moana (1926), en þar notar hann hug-
takið „documentary“ fyrst og þá reyndar sem lýsingarorð: „Flaherty’s Poetic
Moana“, The Documentary Tradition, ritstj. Lewis Jacobs (New York 1979), bls.
25. Fyrst birt í The New York Sun 8. febr. 1926.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 120