Saga - 2008, Page 121
Það blasir t.a.m. við að framan af tuttugustu öld voru íslenskar
heimildamyndir einhæfar í nálgun og undir litlum áhrifum af
straumum erlendis frá. Segja má að tónninn hefi verið gefinn með
mynd Lofts Guðmundssonar Ísland í lifandi myndum (1925), sem er
fyrsta íslenska myndin í fullri lengd, en með aðstoð „raddar“ guðs
útskýrir Loftur í myndinni viðfangsefni hennar, þ.e. Ísland, fyrir
áhorfendum. Landið átti og eftir að verða ráðandi efni heimilda-
mynda næstu áratugina enda urðu þær svo að segja samnefnarar
svokallaðra Íslandsmynda, þ.e.a.s. mynda sem gerðu landið að
umfjöllunarefni sínu.9 Þrátt fyrir vissulega nokkra fjölbreytni í efn-
istökum og ólíkar áherslur, frá hófstilltri ljóðrænu til óskammfeil-
innar markaðssetningar, falla íslenskar heimildamyndir framan af
öldinni mestmegnis að eiginleikum skýringarmynda. Stóra undan-
tekningin er fræg mynd Óskars Gíslasonar, Björgunarafrekið við
Látrabjarg (1949), en eftir að hann hafði frumsýnt skýringarmynd
sína Reykjavík vorra daga (1947/1948) hóf hann að sviðsetja strand
breska togarans Dhoon við Látrabjarg í desember árið 1947 og
björg un þorra áhafnarinnar. Fyrir ótrúlega tilviljun átti sér stað
ann ar skipskaði meðan á tökum stóð og myndaði Óskar þá björg-
un, og þar með var skýringarmyndin jafnframt orðin að könnunar-
mynd. Og þar sem Óskar gerðist virkur þátttakandi í atburða rásinni
er ennfremur um að ræða gagnvirka mynd. Loks hvetur þetta sam-
spil sviðsettra og raunverulegra atriða áhorfendur til að velta fyrir
sér framsetningu raunveruleikans í anda sjálfhverfu myndarinnar.
Það má því kannski segja að örlögin hafi hagað því svo að Óskar
gerðist brautryðjandi á flestum sviðum íslenskra heimildamynda
með gerð Björgunarafreksins við Látrabjarg.
Þótt reynt hafi á þanþol skýringarmyndarinnar í styttri mynd-
um leikstjóranna Þorgeirs Þorgeirsonar, Ósvalds Knudsen og
Þorsteins Jónssonar, er það fyrst í heimildamyndum Friðriks Þórs
Friðrikssonar í upphafi níunda áratugarins að gerðar eru eiginleg-
ar könnunarmyndir á Íslandi. Í Rokk í Reykjavík (1982) er t.a.m. að
finna upptökur af fjölmörgum tónleikaviðburðum í höfuðborginni,
einsleit endurreisn 121
9 Um Íslandsmyndir hefur talsvert verið ritað. Mætti hér nefna grein Erlends
Sveinssonar „Landsýn — heimssýn. Kynningarmáttur kvikmyndarinnar á
fjórða áratugnum“, Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson (Reykjavík
1999), bls. 852–858. — Þá ræði ég þær nokkuð í doktorsritgerð minni Icelandic
Cinema. A National Practice in a Global Context (Iowa City 2005), bls. 136–144. —
Umfangsmesta rannsóknin á Íslandsmyndum er þó bók Írisar Ellenberger,
Íslandskvikmyndir 1916–1966. Ímyndir, sjálfsmynd og vald (Reykjavík 2007).
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 121