Saga - 2008, Side 122
en Kúreki norðursins (1984) er hins vegar kvikmynduð á fyrstu
íslensku kúrekahátíðinni á Skagaströnd. Sú fyrri byggist reyndar
talsvert á viðtölum og þótt raddir viðmælenda haldi nokkuð sjálfs-
forræði sínu ber uppbygging hennar keim af skýringarmyndum.10
Sú seinni stendur miklu nær bandarísku „direct cinema“-hefðinni
þar sem þessum ákveðna viðburði er fylgt eftir — og reyndar voru
tónlistarhátíðir sérstaklega vinsælt viðfangsefni í Bandaríkjunum,
sbr. Monterey Pop (1968, D.A. Pennebaker) og Gimme Shelter (1970,
Albert Maysles, David Maysles og Charlotte Zwerin).
Ekki varð þó neitt vor í íslenskri heimildamyndagerð í upphafi
níunda áratugarins, eins og oft hefur verið haldið fram um frásagn-
armyndagerðina. Sjálfur sneri Friðrik Þór sér að leiknum mynd um
og heimildamyndin varð útundan í styrkjakerfi Kvik mynda sjóðs
Íslands, sem hunsaði allar aðrar gerðir kvikmynda en frásagnar-
myndir í fullri lengd. Sú stefna breyttist í raun ekki fyrr en komið
var fram á nýja öld; stefnubreytingin, ásamt ódýrari kvikmynda -
búnaði og handhægari tækni, átti stóran þátt í að koma af stað þeirri
bylgju íslenskra heimildamynda sem nú verður fjallað um.
Efni og form íslenskra heimildamynda
Ekki er ofmælt að ákveðin endurreisn hafi átt sér stað í íslenskri
heimildamyndagerð á undanförnum árum. Líta þarf aftur fyrir
daga Ríkissjónvarpsins eða allt aftur til seinni hluta fimmta áratug-
arins, þegar stofnun lýðveldisins blés kvikmyndamönnum bjart -
sýnisanda í brjóst, til að leita uppi áþekka uppsveiflu.11 Flest er þó
með öðrum brag nú. Bjartsýnin er mikið til horfin og samfélags -
sýnin er myrkari. Reykjavík er orðin helsta sögusviðið og umfjöll-
unarefnin eru önnur: Undirmálsmenn og annað fólk á jaðri sam-
félagsins er komið í brennidepil.
björn ægir norðfjörð122
10 Í umfjöllun sinni um Rokk í Reykjavík telur Björn Þór Vilhjálmsson myndina
vera undir áhrifum „direct cinema“, en bendir jafnframt á að hún sé allt
annað en hlutlaus gagnvart þeim efniviði sem hún miðlar. Sjá: „Breyttir
tímar: Rokk í Reykjavík og íslensk pönkmenning“, Kúreki norðursins: Kvik -
mynda skáldið Friðrik Þór Friðriksson, ritstj. Guðni Elísson (Reykjavík 2005), bls.
111 og 128.
11 Framkvæmdagleðin náði hámarki árið 1949, þegar níu frétta- og heimilda-
myndir voru frumsýndar í kvikmyndahúsum, en Erlendur Sveinsson hefur
áætlað að alls hafi verið gerðar hátt í 30 slíkar myndir á tímabilinu 1944–1949.
Sjá grein hans „Árin tólf fyrir daga Sjónvarps og Kvikmyndasjóðs“, Heimur
kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson (Reykjavík 1999), bls. 868–869.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 122