Saga - 2008, Blaðsíða 124
Utangarðsmenn og þjóðþekktir einstaklingar
Svo virðist sem íslenskum heimildamyndagerðarmönnum þyki fátt
minna spennandi en það sem stundum er kallað venjulegt fólk. Jón
og Gunna eru m.ö.o. ekki viðfangsefni íslenskra heimildamynda.
Fólkið skal annaðhvort vera frægt eða utangarðs — a.m.k. nógu
mikið öðruvísi en meðalmaðurinn.
Segja má að tónninn hafi verið gefinn strax í upphafi aldarinnar
með Lalla Johns (2001, Þorfinnur Guðnason), bæði hvað varðar
efnivið og efnistök. Eins og segir í upphafstexta myndarinnar kynna
kvikmyndagerðarmennirnir til sögunnar „mann sem er lifandi
goðsögn í undirheimum Reykjavíkur.“ Áhorfendur fá að skyggn ast
inn í heim Lalla um nokkurt skeið og er honum fylgt eftir vítt og
breitt, t.a.m. í fangelsi, spítala, dómhús, meðferðarhúsnæði, knæp-
ur og kirkjugarð. Í upphafi myndar hefur Lalli eftir 35 refsidóma
einsett sér að byrja nýtt líf, segja skilið við áfengi, eiturlyf og glæpi.
Kvikmyndin gerir góð skil erfiðleikum þeirra sem reyna að aðlag-
ast samfélaginu að lokinni afplánun, og í lok myndar er Lalli aftur
kominn í sama farið. Nálgunin er sótt í smiðju „direct cinema“ þar
sem kvikmyndavélin er látin fylgja Lalla næsta afskiptalaust og er
því eðlilega á talsverðri hreyfingu (sem oft er ætlað að undirstrika
ákveðið raunsæi). Engu að síður má einstaka sinnum greina rödd
kvikmyndagerðarmannanna og sömuleiðis má vera ljóst að það eru
takmörk fyrir því hversu langt Lalla er fylgt eftir. Eins vekur það
athygli að þrátt fyrir samtímanálgunina, áhersluna á að fanga lífið
eins og það er, sem er helsti styrkur könnunarmyndarinnar, má í
Lalla Johns finna ævisöguyfirlit, í senu þar sem Lalli ræðir uppvaxt-
arár sín (að því er virðist að tilstuðlan kvikmyndagerðarmann-
anna). Viðtöl eru sömuleiðis frásagnameðal sem ís lensk ir kvik -
mynda gerðarmenn virðast ánetjaðir þegar kemur að heimilda-
myndagerð og í tilfelli Lalla Johns er eins og þeir greini ekki í viðtal-
inu inngrip í líf eða atburðarás, sem markmiðið virðist að öðru leyti
hafa verið að fanga helst afskiptalaust.
Nálgunarleiðin í Lalla Johns kallar á tvær lykilspurningar sem
nauðsynlegt er að ræða áður en lengra er haldið. Sú fyrri snýst
um muninn á leikara og manneskju og sú seinni um siðferðilega
stöðu kvikmyndagerðarmannsins gagnvart viðfangsefni sínu.
Jafnvel þó að reginmunur sé á leikara sem fer með hlutverk í leik-
inni frásagnarmynd og persónu sem birtist í heimildamynd, ber
að varast að leggja slíka persónu að jöfnu við manneskju af holdi
björn ægir norðfjörð124
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 124