Saga - 2008, Side 126
Rothman greinir samband kvikmyndagerðarmannsins Flahertys
við Nanook á þann hátt að oft einkennist það af gagnkvæmri
virðingu en á stundum bregði svo við að leikstjórinn misnoti sér
viðfangsefni sitt, t.a.m. í atriði sem lýsir Nanook sem einfeldningi
sem skilur ekki spilun hljómplötu þótt ljóst megi vera af þekkingu
hans á kvikmyndatækninni að einfeldningshátturinn sé uppspuni.
Flaherty misnotar þannig vald sitt með því að sviðsetja atriði sem
dregur dár að Nanook. Í framhaldi má líka spyrja almennari spurn-
inga um valdahlutföll þessara tveggja einstaklinga og rétt Flahertys
til að mynda Nanook yfirleitt. Er sá réttur sjálfgefinn? Rothman
útskýrir:
Jafnvel þó að vopn hans sé myndavélin, en ekki skutull [líkt og
vopn Nanooks], er Flaherty einnig „mikill veiðimaður“. Hann
kann að virða Nanook og fjölskyldu hans en þau eru líka varn -
ar laus bráð, mynduð og afhjúpuð af myndavélinni hans. Kvik -
myndun Flahertys, eins og öll kvikmyndun, er aldrei laus við
ofbeldi. (Þetta merkir ekki að kvikmyndun sé aldrei rétt læt -
anleg, heldur aðeins að hún verði alltaf að vera réttlætanleg og
að hún sé aldrei saklaus.)15
Minnugur lýsingar hins ónefnda viðmælanda í Lalla Johns á viður-
eign sinni við ljónið, sem vitnað var til í upphafi greinarinnar, og
hið ofbeldisfulla augnaráð sem ærir menn og dýr, gæti maður sagt
sem svo að kvikmyndavélin búi líka yfir augnaráði sem sé ekki sak-
laust fremur en starandi augu mannanna. Hvaða rétt hefur t.a.m.
myndavélin til að fanga þennan ónefnda einstakling sem heimsótt
hefur knæpu, sem hann er myndaður á, væntanlega alls óvitandi
um að hann yrði kvikmyndaður ekki allsgáður og birtast að lokum
þannig frammi fyrir alþjóð á hvíta tjaldinu?
Það er ekki lagaleg hlið kvikmyndaupptöku og -sýninga sem
hér er tekin til umfjöllunar, þó að hún skipti vissulega talsverðu
máli í þessu samhengi, heldur viðmót heimildamyndagerðar manns -
ins gagnvart viðfangsefni sínu. Bill Nichols hefur búið til enska
nýyrðið „axiographics“ — það er sniðið er úr „axiology“, eða fræði
gilda, og „graphics“, eða fræði myndrænnar framsetningar, og
mætti kannski þýða sem gildisrúmfræði — til að ná utan um þenn-
an þátt heimildamyndarinnar:
Gildisrúmfræði er semsé tilraun til að greina hvernig gildi eru
sett fram í rúmi, tilurð og útfærslu augnaráðsins, auk sam-
björn ægir norðfjörð126
15 Sama heimild, bls. 15.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 126