Saga - 2008, Page 127
skipta þess sem horfir og þess sem horft er á. … Gildis rúm -
fræði hvetur okkur til að rannsaka hvernig augnaráð tökuvél-
arinnar tekur á sig sértæka eiginleika og glímir við spurningar
er varða stjórnmál, siðfræði og hugmyndafræði í rúmi.16
Það er m.ö.o. hægt að „horfa á“ viðfangsefnið með margvíslegum
hætti og nálgunin sem farin er snýr ekki aðeins að fagurfræði held-
ur einnig hugmyndafræði og siðfræði. Því er spurt: Með hvaða
hætti nálgast kvikmyndagerðarmaður viðfangsefni sitt? Hvernig
kvikmyndar hann það? Hvernig klippir hann það saman í heild -
stæða frásögn? Ætlunin er þó alls ekki að kveða upp dóma um
ákveðna kvikmyndagerðarmenn, enda er útkoma kvikmynda oft
samspil margvíslegra þátta, og spurningar er varða siðfræði og
hugmyndafræði óræðari en t.d. lagasetningar. Leikstjórar hljóta þó
að vera í einhverjum skilningi ábyrgir fyrir viðfangsefni sínu og
hvaða tökum þeir taka það.
Vel má heimfæra greiningu Rothmans á Nanook yfir á Lalla.
Fyrir það fyrsta er lykilatriði að greina á milli manneskjunnar Lalla
Johns, sem heitir reyndar Lárus Björn Svavarsson, rétt eins og
Nanook heitir réttu nafni Allakariallak, og persónunnar sem birtist
í myndinni. Þrátt fyrir nánd kvikmyndagerðarmannanna getum
við aldrei kynnst hinni raunverulegu manneskju. Manneskjan er
mynduð frá ákveðnu sjónarhorni og ekki öðru, og úr þeim tak-
markaða efniviði sem hefur verið myndaður er klippt saman at -
burðarás — lífshlaup — sem hefði getað verið sniðin með allt
öðrum hætti.
Nærvera myndavélarinnar tekur ennfremur að hafa áhrif á líf
Lalla. Þótt erfitt sé að meta slík áhrif, þar sem um er að ræða bæði
óræðar tilfinningar og manneskju sem (flestir) áhorfendur þekkja
ekki, koma áhrifin fram með öðrum og skýrari hætti, t.d. þegar
Lalli ákveður að beita fyrir sig myndavélinni sem vopni til að knýja
fram úrlausn sinna mála: „Mig munar ekkert um það að fara með
þessa myndavél upp í félagsmálaráðuneyti.“ Líkt og Nanook of the
North er Lalli Johns hvað þetta varðar heimild um tengsl myndavél-
ar og viðfangsefnis. Siðferðisskyldur heimildamyndagerðarmanna
eru um margt tilkomnar af því að viðfangsefni þeirra eru mann-
eskjur sem verða fyrir áhrifum frá kvikmyndagerðinni með öðrum
hætti, allajafna, en í frásagnarmyndum þar sem leikarar túlka
skáldskaparpersónur. Líf þeirra er ekki samt fyrir og eftir mynd.
einsleit endurreisn 127
16 Bill Nichols, Representing Reality, bls. 78.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 127