Saga - 2008, Page 133
utangarðsfólk þá ræður könnunarmyndin ríkjum, en þegar kemur
að þjóðþekktum einstaklingum víkur hún fyrir skýringarmynd-
inni.18
Mannlífið á afmörkuðum stað
Viðfangsefni mynda þessa flokks eru ákveðnir staðir fremur en ein-
staklingar. Mannlífið sem fangað er á þessum stöðum er þó sem
fyrr allajafna utangarðs, enda staðirnir fæstir í alfaraleið. Og jafnvel
þegar um alfaraleið er að ræða stoppa Jón og Gunna þar í besta falli
stutt við á leið sinni á milli staða sem koma hér hvergi við sögu.
Í Hlemmi (2002, Ólafur Sveinsson) er að finna fjölda einstaklinga
sem hafast við á skiptistöðinni við Hlemm langtímum saman sakir
ýmissa kvilla — langvarandi þunglyndis og annarra geðsjúkdóma,
þroskahömlunar eða áfengissýki á hæsta stigi. Kvikmyndin hefst á
yfirlitsmynd af Hlemmi en slíkar myndir af stöðinni frá ólíkum
sjónarhornum einkenna myndina alla: margvíslegt veðurfar, ólíkar
árstíðir, mismunandi tími dags. Þessar yfirlitsmyndir leggja ekki
aðeins áherslu á staðinn sem slíkan og þann fjölbreytileika sem ein-
kennir þessa annars niðurdrepandi byggingu og umhverfi hennar,
heldur gefa þær myndinni einnig formræna heild. Svipaðar stemn-
ingsmyndir er líka að finna innan og utan byggingarinnar, fólk á
leið inn og út úr strætó, auk þess sem sífelldar ferðir gulu vagnanna
fram og til baka um rammann fylla hann lífi. Ef haldið er frá
Hlemmi er lögð áhersla á ferðalagið, hvort sem það er í strætó,
leigubíl, einkabifreið eða á tveimur jafnfljótum. Viðtöl eru ráðandi
og tekin upp í raunverulegu umhverfi viðmælenda og ósjaldan má
greina rödd spyrils sem aldrei þessu vant hylur oft ekki eigin
spurningar. Í ljósi könnunareiginleika myndarinnar er stíll hennar
nokkuð sérstakur, en í stað hinnar hreyfanlegu vélar er nú mynda-
vélin oftast nær kyrr og fremur er klippt fram og til baka en að hún
sé hreyfð úr stað.
Ágætis jafnvægi er á milli þeirra persóna sem um er fjallað en
Ómar V. Guðjónsson Mýrdal, utangarðsmaður sem nær sér á strik
einsleit endurreisn 133
18 Kannski mætti sömuleiðis telja dýramyndir Þorfinns Guðnasonar, Hagamús.
Með lífið í lúkunum (1997) og Hestasögu (2004), til könnunarmynda, og einnig
fjalla þær um „persónur“ á jaðrinum svo að segja, en manngerving dýranna
er jafnframt skólabókardæmi um frásagnarsnið þessa forms. Tilfinning Þor -
finns fyrir heillandi dýramyndum ratar líka inn í Lalla Johns og auðgar þá frá-
sögn með viðeigandi stemningsmyndum.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 133