Saga - 2008, Page 134
þegar líður á myndina og gerist vistmaður í Rockville, er ígildi
aðalpersónu og bindur myndina saman. Þótt tími hans á skjánum
sé mun styttri, hverfist tilfinningaþungi Hlemmsmikið til um félaga
Ómars, Hannes Þór Traustason, sem féll frá meðan á upptökum
stóð og er myndin tileinkuð minningu hans. Líkt og gerðist með
myndina Í skóm drekans, spunnust talsverður deilur í kringum
frumsýningu Hlemms um rétt kvikmyndagerðarmannsins til kvik-
myndunar andspænis almennri friðhelgi einstaklingsins; geta
verður þó þess að Ólafur Sveinsson vann aldrei undir fölsku flaggi.
Deilurnar snerust ekki síst um persónu Hannesar, en eins og þegar
hefur verið rætt verða spurningar siðferðilegs eðlis einkar flóknar
þegar um látna persónu er að ræða. Á meðan Ómar studdi mynd-
ina í fjölmiðlum báðu aðstandendur Hannesar leikstjórann Ólaf um
að sýna hana ekki, ellegar klippa úr henni ákveðnar senur, en hann
hafnaði hvoru tveggja. Í opnu bréfi í Morgunblaðinu sögðu aðstand-
endurnir myndina sýnda í óþökk þeirra og lýstu eigin skoðunum á
óréttmæti hennar. Í fyrsta lagi töldu þeir ástand Hannesar síðustu
mánuðina fyrir andlátið hafa verið svo slæmt að hann hefði ekki
verið fær um að taka slíka ákvörðun, hefði hann á annað borð gefið
samþykki fyrir þátttöku sinni í myndinni. Í öðru lagi þótti þeim
sem Hannes hefði verið hafður að skotspæni og vitnuðu í ýmsar
umsagnir úr fjölmiðlum þar sem honum og Ómari var jafnvel líkt
við brandarakarlana Gög og Gokke (Laurel og Hardy). Aðstand -
endur Hannesar töldu m.ö.o. að ekki væri gerður greinarmunur á
raunverulegum manneskjum og hlutverkum í leikinni frásagnar-
mynd: „Fjallað er um myndina eins og þeir sem fram í henni koma
séu að leika hlutverk, séu ekki raunverulegt fólk. … Lesendur sem
áhorfendur, athugið að Hannes Þór dó ekki fyrir myndavélina.
Hans dauði var raunverulegur.“19
Aðstandendur Hannesar höfðu ýmislegt til síns máls og fram-
setning myndarinnar á honum hlýtur að teljast á gráu svæði, en
svæðið er líka grátt af því að ómögulegt er að kveða upp úr um
skýrar reglur eða viðmið. Eins og áður hefur komið fram er það
siðferðilegt matsatriði hvenær viðmælandi er fær um að gefa leyfi
fyrir myndbirtingu, og Hlemmur er sannarlega ekki eina dæmið í
íslenskri heimildamyndagerð um að menn hætti sér út á ystu nöf í
þeim efnum. Raunar mætti vel færa rök fyrir því að Hlemmur sé
björn ægir norðfjörð134
19 Aðstandendur Hannesar Þórs Traustasonar, „Hlemmur: Niðurlæging út
fyrir gröf og dauða“, Morgunblaðið 22. des. 2002, bls. 50.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 134