Saga - 2008, Page 135
almennt séð hófstilltari en t.a.m. Lalli Johns og Mótmælandi Íslands
og er senan þar sem að Ómar vitjar leiðis Hannesar dæmi um það.
Hún hefst á því að Ómar kemur akandi upp í Gufuneskirkjugarð
og fylgir nærmynd af honum inni í bílnum þegar þangað er komið.
Þessu næst fylgir burðarskot senunnar, þar sem Ómar leggur blóm-
vönd á leiðið og lætur nokkur hlýleg orð falla um Hannes, og má
greina rödd hans áfram yfir nærmynd af krossinum. Þá fylgir end-
urlit af kunnuglegri senu fyrr úr myndinni þar sem vel fór á með
þeim félögum uppteknum við rakstur á salerni á Hlemmi. Í loka-
skoti senunnar sjáum við svo saman í mynd krossinn og Ómar, sem
gengur svo frá leiðinu og inn í bifreið og ekur út úr rammanum.
Jafnvel þótt gripið sé til frásagnarlegs endurlits er allt gert með hóf-
stilltari hætti en í leiðissenunum í Lalla Johns og Mótmælanda Íslands
— engin óþarfa dramatík í klippingu eða sjónarhornum og tónlist
Sigur Rósar fyllir senuna viðeigandi trega og angurværð. Sama
gildir um myndina almennt, en þær umsagnir sem tíndar eru til í
opnu bréfi aðstandendanna sem dæmi um að dár hafi verið dregið
að þeim Ómari og Hannesi staðfesta jafnframt um hversu vand -
meðfarið efni er að ræða, enda verður viðtökunum ekki stjórnað
svo auðveldlega. Vissulega er að finna atriði í Hlemmi sem eru
nokkuð skondin í aðra röndina enda þeir félagar sjálfir gamansam-
ir á stundum, en ekki er dregið dár að þeim með frásagnarleið
myndarinnar — þótt að vísu sé teygt þó nokkuð úr atriði þar sem
þeir reyna að rifja upp dularfull flöskukaup.
Reyndar er það í senu af Ómari frekar en Hannesi sem kvik-
myndagerðarmennirnir hafa lagt sig í líma við að fanga neikvæða
mynd af viðfangsefni sínu. Ómar hefur setið nokkra stund og
spjallað við myndavélina á milli þess sem hann hefur sopið af
brenni vínsflösku, þegar hann ákveður að nóg sé komið og tekur að
fikra sig að runna nokkra metra fyrir aftan hann. Í næsta skoti sést
svo Ómar allur í mynd þar sem að hann reynir að reisa sig upp með
stuðningi ljósastaurs, enda kvikmyndaður núna úr talsvert meiri
fjarlægð, og þótt þessi tilfærsla sé í samhengi við skotasamsetning-
ar myndarinnar almennt, virðist tilgangur hennar í þetta skiptið
vera að fanga klaufalega tilburði Ómars. Þriðja skotið, sem sýnir
Ómar skríða að runnanum og fylgir honum eftir frá hlið, er aftur á
móti í engu samræmi við almennt form myndarinnar og hefur
verið gripið til þessa sjónarhorns með talsverðri fyrirhöfn og til-
færslu myndavélar í þeim eina tilgangi, að því er virðist, að gera
sem mest úr þessu niðurlægjandi andartaki.
einsleit endurreisn 135
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 135