Saga - 2008, Page 136
Það liggur beint við að ræða í framhaldi myndina Rockville
(2004, Þorsteinn Jónsson) en í henni fá áhorfendur að kynnast frek-
ar lífi Ómars og annarra vistmanna Byrgisins. Rockville bregður ljósi
á tiltekinn stað, líkt og Hlemmur gerir, en auk þess eru sameiginleg
myndunum báðum afar persónuleg viðtöl. Heimildagildi Rockville
hefur þó breyst eftir uppljóstranir um fjármálamisferli og kyn-
ferðisafbrot forstöðumannsins, Guðmundar Jónssonar. Við vitum
nú að það sem virðist í myndinni vera kraftaverkastaður, sem mikil
eftirsjá er að þegar hann er yfirgefinn í lok myndar, reyndist mörg-
um vistmönnum hreinasta martröð. Hún er líka þörf áminning um
að taka öllum heimildamyndum með fyrirvara og skoða sérstak-
lega þær leiðir sem valdar eru í miðlun raunveruleikans, hvort sem
er í fortíð eða samtíð. Það merkir þó hvorki að heimildamyndir
almennt né Rockville sérstaklega séu uppspuni, eins og hver önnur
leikin frásagnarmynd, heldur að þær vegi salt á óræðum mörkum
tilbúnings og raunveruleika og að þau mörk séu vandmeðfarin.
Hvað varðar Rockville spyr maður sig hver staða viðmælenda sé nú,
í ljósi lokunar Byrgisins og uppljóstrana um glæpsamlegt athæfi
forstöðumannsins.
Mjóddin. Slá í gegn (2004, Róbert I. Douglas) kallast ekki síður á
við Hlemm þótt hún gerist í verslunarmiðstöðinni en ekki skipti -
stöðinni í Mjódd. Sem fyrr er kynnt til sögunnar fjölbreytt per-
sónusafn, þó ekki utangarðs líkt og í Hlemmi, með hjálp viðtala, á
skýrt afmörkuðum stað. Miðpunktur Mjóddarinnar er Elli (Erlendur
Eiríksson) sem hefur störf í verslunarmiðstöðinni um svipað leyti
og upptökur á myndinni hefjast og er talsvert uppveðraður yfir því
að vera orðinn miðdepill kvikmyndar. Hvað það varðar má segja
að myndin búi yfir og miðli talsverðri sjálfsmeðvitund um áhrif
kvikmyndagerðar á líf persóna hennar. Margt bendir þó til þess að
Elli sé tilbúin persóna og virðist þessi hlutverkaleikur fremur hafa
það að markmiði að draga dár að ýmsum viðmælendum en að
varpa ljósi á heimildamyndaformið.
Kjötborg (2008, Helga Rakel Rafnsdóttir og Hulda Rós Guðna -
dóttir) er enn ein myndin sem fangar fjölbreytt mannlíf á afmörk -
uðum stað en í henni segir frá versluninni Kjötborg við Ásvalla-
götu, eigendum hennar og viðskiptavinum. Aldrei þessu vant er þó
sleginn upplitsdjarfur tónn; háð Mjóddarinnar víkur fyrir einlægni
og samfélagsmyrkur Hlemms fyrir náungakærleika og samheldni.
Myndin er uppfull af ljúfsárri fortíðarþrá, en verslunin Kjötborg
verður hálfgerð tímavél sem heldur með áhorfendur til horfins
björn ægir norðfjörð136
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 136