Saga - 2008, Page 137
heims — saga í samtímanum. Stemningsmyndir úr versluninni og
næsta nágrenni ráða ríkjum í takt við viðtöl, auk þess sem að eig-
endurnir og helstu starfsmenn, þeir Gunnar og Kristján Jónassynir,
eru myndaðir við iðju sína. Almennt nálgast kvikmyndagerðar-
mennirnir viðmælendur sína af nærgætni og virðingu þótt töku -
maður standist ekki þá freistingu að styðja á súmm-hnappinn þeg -
ar einn þeirra brestur í grát.
Þá eru nokkrar myndir ótaldar sem beina kastljósinu að
ákveðnum stað þótt ekki sé nálgunin jafn afmörkuð í tíma. Í Synd -
um feðranna (2007, Ari Alexander Ergis Magnússon og Berg steinn
Björgúlfsson) er upptökuheimilinu í Breiðavík gerð skil allt frá
stofnun þess árið 1955. Sagan er rakin með margvíslegum hætti:
ljósmyndum, sjónvarpsefni, kvikmyndum og viðtölum. Staðurinn
og fjöldi fyrrverandi vistmanna, sem eru meðal helstu viðmælenda,
tengjast svo aftur með beinum hætti þegar nokkrir þeirra heim-
sækja Breiðavík aftur, eftir áratuga fjarveru, ásamt kvikmynda-
gerðarmönnunum. Samtímasenur þessar eru til marks um hversu
ráðandi viðmið könnunarmyndarinnar eru orðin hérlendis en þær
miðla fyrst og fremst hinu mannlega drama Synda feðranna; hefði
þeirra ekki notið við væri um nokkuð hefðbundna sögulega heim-
ildamynd að ræða.
Braggabúar (2001, Ólafur Sveinsson) er aftur á móti hrein og klár
söguleg heimildamynd þar sem sögð er saga braggahverfanna í
Reykjavík. Beitt er hefðbundinni sögumannsrödd ásamt gömlum
ljósmyndum og kvikmyndum, en fyrst og fremst viðtölum, einkum
og sér í lagi við fyrrverandi braggabúa (og aldrei þessu vant er
áherslan á fortíðinni og lítt skeytt um stöðu viðmælenda í samtím-
anum). Og loks mætti nefna hér Bítlabæinn Keflavík (2005, Þorgeir
Guðmundsson), sem hefur reyndar ekki svo ýkja mikið að segja um
sjálfan kaupstaðinn Keflavík. Þess í stað er um að ræða nokkuð
hefðbundna skýringarmynd þar sem gamlar blaðaúrklippur, ljós-
myndir og sjónvarpsefni, í bland við ný viðtöl, eru nýtt til að miðla
sögu tónlistar sem á rætur að rekja til Keflavíkur á sjöunda og átt-
unda áratugnum.
Þrátt fyrir allajafna meiri yfirsýn eiga þær heimildamyndir sem
hér hefur verið rætt um og beina kastljósinu að ákveðnum stað það
sammerkt með myndum sem fjalla um einstaklinga að vera skýr -
ingar- og könnunarmyndir. Sömuleiðis eru staðirnir í þessum mynd-
um allajafna á jaðrinum, ef ekki hreinlega utangarðs, í ís lensku sam-
félagi. Kannski eru ekki síður upplýsandi þeir staðir sem ekki eru
einsleit endurreisn 137
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 137