Saga - 2008, Page 139
Þessi söguskoðun birtist strax í kraftmikilli byrjun myndarinn-
ar. Kvikmyndavélin hringsnýst í kringum Steindór Andersen þar
sem að hann fer með rímur í vetrarríki áður en myndavélin fer á
fleygiferð yfir ísilagt land og á skjánum birtist tilvitnun í danska
sagnaritarann Saxo Grammaticus frá því um 1200 þar sem segir um
Íslendinga: „Þeir hafa sitt eigið letur og sagnarit um afrek sín. Enn
í dag rita þeir upp samtímaviðburði, fella þá í bragarskorður söngva
og ríms eða rista á strandbjörg og hamra svo að þessar minningar
geymist framtíðinni ef ómild náttúruöfl eyða þeim ekki.“ Yfir ann-
arri, en þó áþekkri, yfirlitsmynd, þar sem vélin sveimar yfir snævi
þakinn fjallstind, leysir tónlist Sigur Rósar rímur Steindórs af
hólmi. Þannig er búin til myndræn brú á milli samtíma og fortíðar
og tengslin gerð náttúruleg með dramatískum landslagsmyndum
auk þess sem hreyfing vélarinnar endurspeglar flæði tímans. Til -
vitnunin í Saxo leggur jafnframt áherslu á tengsl náttúru og tónlist-
ar, þar sem söngvar og rím forfeðranna eru rist á „strandbjörg og
hamra“, og nýtur nú framvarðasveit íslenskrar samtímatónlistar
góðs af þessari náttúrulegu varðveislu. Þessi söguskoðun er síðan
leiðarstef í viðtölum og uppröðun þeirra, auk þess sem hnykkt er á
tengslum fortíðar og samtíðar þegar sýndar eru upptökur af flutn-
ingi Sigur Rósar, Steindórs, Hilmars Arnar Hilmars sonar o.fl. á
„Hrafnagaldri Óðins“ undir lok myndar. Tónleika myndin Heima
(2007, Dean DeBlois) tekur svo við keflinu en í henni er tónlist Sigur
Rósar tengd íslenskri náttúru með miklum fjölda landslagssena —
kvikmynd sem sömuleiðis er gerð fyrir erlendan markað.22 Gamla
einsleit endurreisn 139
má í nýlegri skýrslu sem unnin var af nefnd forsætisráðuneytis um ímynd
Íslands, undir forystu Svöfu Grönfeldt rektors Háskólans í Reykjavík, og var
gagnrýnd af stjórn Sagnfræðingafélags Íslands. Sjá m.a. „Með úrelta sögu -
skoðun“, Morgunblaðið 15. júní 2008, bls. 8. Sjá frekari umfjöllun á heimasíðu
félagsins http://www.sagnfraedingafelag.net/2008/06/12/11.34.26/.
22 Sigur Rós er einnig viðfangsefni Sigur Rós: Úti (2008, Bjarni Massi Sigur -
björnsson og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson), en í henni segir frá tónleikaferð
hljómsveitarinnar um Evrópu árið 2003. Eins virðist hljómsveitin Mínus hug-
leikin íslensku kvikmyndagerðarfólki en hún er viðfangsefni tveggja nýlegra
heimildamynda, Mínus (2008, Frosti Jón Runólfsson) og The Great Northern
Documentary (2008, Heimir Sverrisson). Þá var mynd um hljómsveitina Sálin
hans Jóns míns, Hér er draumurinn (2008, Jón Egill Bergþórsson), frumsýnd
eftir að lokið hafði verið við þessa grein. Loks er rétt að minnast á tvær
myndir þar sem Ari Alexander Ergis Magnússon heldur áfram að hlúa að
íslenskri tónlistarsögu, önnur um Magnús Blöndal og hin um Jórunni Viðar,
en þegar þetta er ritað eru þær enn á vinnslustigi; ef marka má þær útgáfur
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 139