Saga - 2008, Síða 140
Íslandsmyndin og þjóðernisrómantíkin sem einkenndi hana virðist
því vera við dágóða heilsu.
Þótt talsvert sé um tónleikaupptökur í bæði Screaming Master -
piece og Heima, svið könnunarmyndarinnar, byggjast báðar mynd-
irnar talsvert á viðtölum, auk þess sem einsleitar kenningar þeirra,
leynt eða ljóst, um náttúrulegan sköpunarkraft íslenskrar tónlistar
ljá þeim eiginleika skýringarmynda. Það sama mætti segja um
Pönkið og Fræbblana (2004, Örn Marinó Arnarson og Þorkell
Sigurður Harðarson), jafnvel þótt einhverjir viðmælenda gagnrýni
pönkið, því viðtölin sem heild styðja við skýringu myndarinnar,
sem er kunnuglegur óður til pönksins (hún byggist og talsvert á
myndefni úr Rokk í Reykjavík). Kvikmyndin HAM. Lifandi dauðir
(2001, Þorgeir Guðmundsson) er ómarkvissari og líkt og verkið
kafni í ofgnótt heimilda, sem eru nýjar og gamlar hljómleikaupp-
tökur, tónlistarmyndbönd og gömul og ný sjónvarpsviðtöl við
meðlimi HAM, vini og vandamenn en aldrei verður úr sjálfstæð
heild eða skýring. Annað er upp á teningnum í myndinni Blindsker.
Saga Bubba Morthens (2004, Ólafur Jóhannesson), þótt þar sé sömu-
leiðis tínt til mikið og fjölbreytt efni, ljósmyndir, blaðaúrklippur,
kvikmyndaupptökur, sviðsetningar og viðtöl, bæði úr samtíma og
sögu tónlistarmannsins. Styrkur myndarinnar er nefnilega ekki síst
fólginn í því að úr þessu mikla efni er sniðið sjálfstætt verk, m.a.
með haganlegri samsetningu þar sem myndlausnir og oft hraðar
klippingar ráða ríkjum, en ekki síður með umsögnum um heimild-
irnar sjálfar, t.a.m. í tilbúnum sviðsetningum þar sem kunnir frétta-
menn bregða á leik með Bubba. Ásamt því að gefa nokkra innsýn í
líf Bubba mætti segja að Blindsker fjallaði á gamansaman hátt um
sjálft heimildamyndaformið.
Ætla mætti að sjálfhverfa myndin, sem Bill Nichols telur nýjasta
afsprengið í þróun heimildamyndarinnar, þar sem dregin er
athygli að sjálfu formi myndarinnar, hefði nýst vel kvikmyndum
um tónlist og skemmtanaiðnað. Blindsker er aftur á móti hrein og
klár undantekning, jafnvel þótt aldrei slíku vant sé lítið um upp-
tökur af tónleikum í myndinni. Algengara er að sköpunin og til-
búningurinn séu sýnd sem náttúruleg og sjálfsprottin líkt og í
Screaming Masterpiece og Heima. Og það sama gildir um myndirnar
björn ægir norðfjörð140
sem kynntar voru á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði árin
2007 og 2008 eiga þær jafnt heima með tónlistarmyndum og myndum um
markverða íslenska einstaklinga.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 140