Saga - 2008, Page 142
þó að segjast að þegar líður á myndina dregur heldur úr gagnrýni
hennar og staðalímyndirnar taka að birtast á ný, og ófáar klisjur um
ágæti lands og þjóðar eru dregnar fram í lokin. Þá er val þátttak-
enda umdeilanlegt en þeir eru greinilega almennt vel stæðir, mikið
um frammáfólk í atvinnu- og menningarlífinu, ef ekki stórstjörnur.
Viðmælendur eru semsé mestmegnis einstaklingar sem geta notið
þess besta sem landið hefur upp á að bjóða og látið sig hverfa til
síns heima þegar þeir hafa fengið nóg. Áhugavert hefði verið að
finna meðal hinna fjölmörgu viðmælenda How do you like Iceland?
einhverja þeirra þúsunda farandverkamanna og innflytjenda sem
vinna mörg helstu láglaunastörfin hérlendis, þurfa oft að sætta sig
við slæman aðbúnað og geta kannski ekki svo auðveldlega látið sig
hverfa. Hverjar ætli skoðanir þeirra séu á landi og þjóð?
Þótt fjölmenningarsamfélagið sé ekki eiginlegt viðfangsefni
mynda Ólafs Jóhannessonar er það samt í myndum hans sem það
samfélag loks birtist og hvergi skýrar en í Africa United (2005). Þar
segir frá knattspyrnuliði af fjölþjóðlegum uppruna sem hefur þátt-
töku í íslensku þriðju deildinni í knattspyrnu, og þrátt fyrir heiti
liðsins, sem myndin dregur jafnframt nafn sitt af, er það fjarri því
að vera bundið við Afríku því einnig má finna leikmenn sem eiga
rætur að rekja til Suður-Ameríku, auk bæði Vestur- og Austur-
Evrópu (sumir hafa sest hér að og eru komnir með ríkisborgararétt
en aðrir dveljast hérlendis um stundarsakir). Fylgst er með liðinu
við æfingar, keppni og ferðalög á leiki innanlands, og þótt kast-
ljósið sé á fótboltanum er varpað nokkru ljósi á daglegt líf sumra
liðsmanna. Í brennidepli er Marokkómaðurinn Zakari Anbari, sem
gengur allajafna undir nafni brasilíska knattspyrnusnillingsins
Zico, en hann er bæði hjarta liðsins og þjálfari. Ólafur fylgir honum
í heimsókn til fjölskyldu hans í Casablanca og síðar einnig til
London þar sem Zico nær tali af þáverandi knattspyrnustjóra
Charl ton Athletic, Alan Curbishley. Eins heimsækir Ólafur liðs -
mann inn Zlatko Krickic í Serbíu og er þar viðstaddur þegar hann
giftir sig. Þannig er ekki aðeins að finna í myndinni sýn á fjöl-
menningarsamfélagið á Íslandi, heldur er Ísland jafnframt sett í
alþjóð legt samhengi.
Að frátöldu Blindskeri er fyrirbærið ferðalag afar mikilvægt stef
í heimildamyndum Ólafs, og kannski er það ein ástæða menning-
arlegrar einsleitni íslenskra heimildamynda hversu bundnar þær
eru ákveðnum stað fremur en ferðalagi á milli staða. Auk mynda
Ólafs mætti þó tína til a.m.k. tvær undantekningar, Varði Goes
björn ægir norðfjörð142
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 142