Saga - 2008, Qupperneq 143
Europe (2002, Grímur Hákonarson) og Leitin að Rajeev (2002, Rúnar
Rúnarsson). Í þeirri fyrri er götuspilaranum Varða (Hallvarði
Ásgeirssyni) fylgt eftir á ferðalagi vítt og breitt um Evrópu áður en
hann snýr aftur til Íslands, en í þeirri seinni er lýst ferðalagi Birtu
Fróðadóttur til Indlands þar sem að hún leitar uppi æskufélaga
sinn Rajeev Unnithan, sem hún hefur ekki séð frá barnæsku. Þrátt
fyrir nokkrar gagnrýniverðar senur í Leitinni að Rajeev, þar sem
augnaráð myndavélarinnar viðheldur indverskum staðalímyndum
á borð við slöngutemjara og glápir ítrekað á afar fatlaðar mann-
eskjur, má finna í henni, rétt eins og í Varði Goes Europe, áhugaverða
glímu Íslendings við framandi menningarheim. En í hvorri mynd
fyrir sig fer þessi óbeina menningarrýni fyrst og fremst fram
erlendis og án þeirrar sjálfhverfni er einkennir myndir Ólafs.
Reyndar er sjálfhverfni Africa United, þrátt fyrir leik auglýsinga -
plakats myndarinnar sem stillir upp þeldökkum knattspyrnu-
manni, klæddum húfu, trefli og vettlingum, á milli tveggja vel
hyrndra sauða, hófstillt í samanburði við þá sem finna má í Blind -
skeri og seinni myndum Ólafs. Africa United er þó kannski það verk,
ásamt Í skóm drekans, sem stendur næst gagnvirku myndinni.
Liðsmenn takast á og hafa afar ólíkar skoðanir, sem miðlað er jafnt
í viðtölum og upptökum af liðinu við æfingar og keppni. Mikil -
vægastur er þó sýnileiki leikstjórans, Ólafs sjálfs, sem — ólíkt því
sem viðgengst í íslenskum heimildamyndum — er í raun ein helsta
persóna Africa United og þverbrýtur reglu könnunarmyndarinnar
um að halda sig í hæfilegri fjarlægð. Hann hvetur til upprisu liðsins
í upphafi myndar, reynir að sætta keppendur og sjónarmið, og aflar
liðinu meira að segja styrktaraðila. Án knattspyrnuliðsins Africa
United er auðvitað engin mynd, og stundum fær maður ekki síður
á tilfinninguna að án myndarinnar væri ekkert lið.
Í sinni næstu mynd, Act Normal (2006), dregur Ólafur sig mest-
megnis í hlé, án þess þó að fela sig, en spurningar um mörk raun-
veruleika og sviðssetningar gerast enn áleitnari. Sjálfhverfni Act
Normal birtist þegar í titli myndarinnar, þar sem spurt er hver séu
mörk leiks og eðlislægrar samfélagshegðunar. Í myndinni segir frá
Englendingnum Robert T. Eddison sem gerist búddamunkur 18 ára
að aldri, hlýtur nafnið dhammanando í Taílandi og flytur til Íslands
sem slíkur. Hann segir síðan skilið við kuflinn og reynir að lifa
„venjulegu“ lífi hérlendis. Þótt það sé ekki meginviðfangsefni Act
Normal fá áhorfendur nokkra innsýn í líf Taílendinga hér á landi
eftir að Robert gerist leiðtogi Búddasafnaðar þeirra, auk þess að
einsleit endurreisn 143
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 143