Saga - 2008, Side 144
kynnast hans eigin aðlögun að íslensku samfélagi, bæði í kufli og
án hans. Sjónarhornið er talsvert ólíkt því sem einkenndi How do
you like Iceland? enda vangaveltur Roberts annars eðlis, og hann
gefst reynd ar á endanum upp á íslensku samfélagi, klæðist appel -
sínu gula kuflinum á ný og snýr aftur til Taílands.
Sérstaða myndarinnar Act Normal er ekki síst fólgin í því að hún
er tekin upp á þrettán ára tímabili, frá árinu 1994 til 2006, bæði á Ís -
landi og í Taílandi. Flakkað er fram og til baka í tíma og rúmi og ber
yfirbragð myndarinnar þess merki, auk þess sem á stundum er
skipt úr lit í svarthvítt. Þá er athyglin oft og tíðum dregin að upp-
töku myndarinnar, t.d. með mistökum sem eru látin standa, svo
sem þegar Robert fer með vitlaust ljóð eða biður hlæjandi um að
slökkt sé á myndavélinni, en einkum og sér í lagi með aðstoð
sviðsetninga úr barnæsku Roberts eða draumi hans um að gerast
geimfari. Ólíkt sviðsetningum í myndum eins og Þetta er ekkert mál,
Róska og Mótmælandi Íslands, þar sem þær leysa úr myndskorti og
gerð er tilraun til að endurskapa atburði á raunsæjan máta, dregur
Act Normal athygli að sviðsetningunni með stílrænum ýkjum. Það
fer ekkert á milli mála að um sviðsetningar sé að ræða og á ekki að
fara á milli mála, enda hvetja atriðin sem slík áhorfendur til um -
hugsunar um muninn á heimilda- og frásagnarmynd. Hér leysir
leikstjórinn enn frekar upp mörk þessara tveggja forma, en það ferli
nær hámarki með hans næstu mynd, sem nú verður vikið að.
Tvær persónur eru í brennidepli í The Amazing Truth About
Queen Raquela (2008): Raquela Rios, sem er kynskiptingur og vænd-
iskona frá Filippseyjum, og Michael, sem er framleiðandi klámefn-
is í Bandaríkjunum. Eftir að Raquela hefur unnið fyrir Michael um
nokkurt skeið, en hún er í beinu sambandi gegnum netmyndavél
við viðskiptavini klámfyrirtækis Michaels víða um heim, verður
hann henni innanhandar um að komast til Íslands auk þess sem
þau eyða nokkrum dögum saman í París. Hún er fátæk, hann ríkur.
Hún úr austrinu, hann vestrinu. Og það sem meira er, hún er raun-
veruleg manneskja, en hann er skáldskaparpersóna (leikin af Stefan
C. Schaefer). Þannig er Queen Raquela á óljósum mörkum frásagnar-
og heimildamynda og erfitt er fyrir áhorfendur að átta sig á hvað sé
satt og hvað logið. Reyndar er ónákvæmt að tala um lygar í þessu
samhengi því að jafnvel þótt Michael sé uppskálduð persóna er
misnotkunin, sem hann stendur fyrir, sannarlega raunveruleg. Eins
mætti segja um Raquelu að þótt hún sé raunveruleg manneskja þá
leiki hún líka fyrir myndavélina, enda alvön sviðsetningum í starfi
björn ægir norðfjörð144
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 144