Saga - 2008, Síða 145
sínu. Ef Queen Raquela er þannig sjálfhverfust íslenskra mynda, er
hún samtímis einnig skýrt dæmi um hina gagnvirku heimilda-
mynd, enda umbyltir gerð myndarinnar lífi Raquelu. Við slíkar
aðstæður vakna þær siðferðilegu spurningar sem svo oft hefur
verið varpað fram í þessari grein og snúa að skyldum leikstjóra
gagnvart viðfangsefni sínu, en Queen Raquela er laus við þá mis-
beitingu sem einkennir daglegt starf söguhetjunnar. Hvað það
varðar er myndin dæmigerð fyrir höfundaverk Ólafs, en þrátt fyrir
oft mikla persónunánd, sem og úrvinnslu á frásagnarhefðum leik-
inna mynda, eru viðfangsefni mynda hans ekki meðhöndluð í anda
Hollywood-drama.
Ísland er í sjálfu sér bara einn staður af mörgum í Queen Raquela,
sem býr yfir áður óþekktri hnattrænni vídd í íslenskri kvikmynda-
gerð. Auk þess sem hún er tekin upp á Filippseyjum, í Taílandi,
Bandaríkjunum, Danmörku, Frakklandi og á Íslandi, er heimurinn
sem hún lýsir heimur endalausra ferðalaga, svo ekki sé minnst á sam-
skipti um veraldarvefinn. Ofríki Vesturlanda gagnvart þriðja heimin-
um endurspeglast í sambandi Michaels og Raquelu. Íslenskt samfélag
er þar engin undantekning, enda er Raquela send beint í heimilisþrif
og fiskvinnslu við komuna til landsins; þar er hún fljót að hitta fyrir
fyrrverandi samlanda sem gert hafa Ísland að heimili sínu. Þótt kafl-
inn sem gerist á Íslandi sé ekki ýkja langur er hann skörp áminning
um hversu takmörkuð sýn íslenskra heimildamynda er almennt séð
og í litlum tengslum við umbreytingar innan lands sem utan.
Óneitanlega vekur það athygli að mestu sjálfsmeðvitundina,
hvað varðar form heimildamynda, skuli vera að finna í myndum
þar sem glímt er við umbreytingar í íslensku samfélagi. Íslensk
heimildamyndagerð undanfarinna ára styður ljóslega þá tilgátu
Bills Nichols, sem rædd var í upphafi þessarar yfirferðar, að saman
fari róttækni í formi og gagnrýnin og opin samfélagsvitund.
Einsleit endurreisn
Það eru engar ýkjur að tala um að endurreisn hafi átt sér stað í
íslenskri heimildamyndagerð á fyrstu árum 21. aldar. Heimilda -
myndir skipta orðið máli aftur í íslensku samfélagi, og verður hið
minnsta að leita aftur til fyrstu áranna eftir lýðveldisstofnun til að
finna viðlíka grósku.
Þessi endurreisn hefur þó verið fremur takmörkuð bæði í efnis-
vali og efnistökum. Almennt virðast íslenskar myndir í litlum
einsleit endurreisn 145
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 145