Saga - 2008, Blaðsíða 146
tengslum við alþjóðlega þróun á sviði heimildamynda, og þótt það
sé ekki í sjálfu sér slæmt að vera „gamaldags“, þá jaðrar tilkall
margra þeirra til sannleikans við einfeldni — tilkall sem svo mjög
hefur verið dregið í efa í alþjóðlegri heimildamyndagerð samtím-
ans. Skýringarmyndin lifir enn góðu lífi hérlendis, þótt henni hafi
þegar á sjötta áratugnum mestmegnis verið hafnað erlendis af
framsæknum leikstjórum. Könnunarmyndin, sem þróuð var til
höfuðs henni, er loksins orðin ráðandi hérlendis samhliða skýring-
armyndinni, þótt allajafna sé haldið aftur af könnunareðlinu með
miklum fjölda viðtala, sem sjaldnast hafa annan tilgang en að styðja
ríkjandi sjónarmið eða skýringu myndarinnar. Næsta óþekkt er að
beitt sé viðtölum eða kvikmyndagerðinni sem íhlutun í samfélag
einstaklinga eða hópa, enda hefur gagnvirka myndin haft lítil sem
engin áhrif hérlendis þrátt fyrir hálfrar aldar sögu. Ef glittir í eigin-
leika hennar er yfirleitt um að ræða ónærgætni gagnvart viðfangs-
efninu fremur en rannsókn af hálfu kvikmyndagerðarmanna. Loks
er það fyrst nýlega sem sjálfhverfa myndin hefur borist hingað til
lands, þótt erlendis megi rekja formið allt aftur til þriðja áratugar-
ins og margir virtustu og vinsælustu leikstjórar samtímans hafi gert
það að sínu. Meira að segja heimildamyndir um listamenn sem
unnið hafa með slíka sjálfhverfni og margræðni í eigin verkum, t.d.
Guðbergur Bergsson, Róska og meðlimir HAM, einkennast af
formúlukenndri beitingu guðsradda og viðtala. Í Í skóm drekans er
ímyndasköpun fegurðarsamkeppna rannsökuð, tilbúningur og
framleiðsla ímynda, og þær afbyggðar á endanum, en þessi sjálf-
hverfni snýr aldrei að heimildamyndinni sjálfri og þeirri ímynda-
framleiðslu sem þar á sér stað. Syndir feðranna sýnir áhorfendum
fram á bilið milli framsetningar og raunveruleika, með ítrekuðum
tilvitnunum í gamlar myndir um upptökuheimilið í Breiðavík, en
ræðir aldrei eigin framsetningu og tilkall til sannleikans. Það er
fyrst og fremst í myndum Ólafs Jóhannessonar, Blindsker. Saga Bubba
Morthens, Africa United, Act Normal og The Amazing Truth About
Queen Raquela, sem áhorfendur eru beinlínis hvattir til að velta fyrir
sér eiginleikum heimildamyndarinnar, framsetningu á raunveru-
leikanum, muni heimildamynda og leikinna mynda og/eða áhrif-
um myndavélarinnar á viðfangsefni sitt. Er það tilviljun að Ólafur
skuli jafnframt vera alþjóðlegastur íslenskra leikstjóra — eða eiga
„enskar“ myndir hans kannski ekki heima í umfjöllun um íslensk-
ar heimildamyndir?
Þótt nýlegar íslenskar heimildamyndir hafi almennt séð lítt fylgt
björn ægir norðfjörð146
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 146