Saga - 2008, Síða 153
þess að breyta Íslendingum í Dani, að fá þá til að taka upp danska
tungu í stað íslensku eða að kenna þeim að líta á Danmörku sem
föðurland sitt eða ættjörð. Auðvitað var þröngvað upp á Íslendinga
nýjungum sem fæstir þeirra kærðu sig nokkuð um, til dæmis
siðaskiptum til lútherstrúar um miðja 16. öld. En það var gert á að
minnsta kosti jafn-tillitslausan hátt heima í Danmörku, ef þess
þurfti með. Ef eitthvað var gaf fjarlægðin frá höfuðstaðnum Íslend-
ingum margfalt lengri umþóttunartíma í það sinn. Í Danmörku
voru allir biskupar settir af og fangelsaðir strax á fyrsta ári siða -
skiptanna; á norðurhluta Íslands sat kaþólskur biskup og hélt uppi
kaþólskum sið í ein 13 ár eftir það, lengst af einn kaþólskra biskupa
á Norðurlöndum.
Á tímabili þjóðríkismyndunar á 19. öld gerðist það vissulega
þrásinnis að dönsk stjórnvöld synjuðu um stjórnskipunarbreyting-
ar sem fulltrúar Íslendinga kröfðust, studdir alveg þokkalegu
umboði frá þjóðinni eftir því sem þá gerðist. Danir tregðuðust við í
nálægt því áratug að stofna sérstakt ráðgjafarþing fyrir Ísland, eftir
að ráðgjafarþingin komust á fót í Danmörku. Sú stjórnskipun sem
Íslendingar kröfðust að fá á þjóðfundi 1851 komst ekki í fram-
kvæmd fyrr en að hluta til 23 árum eftir þjóðfund, árið 1874, og að
fullu og öllu árið 1918, 44 árum eftir það. Ef Íslendingar hefðu bara
viljað fá lýðræðisstjórn, eins og var að þróast í Danmörku, hefðu
þeir örugglega átt auðvelt með að njóta jafnréttis við Dani og verða
þegnar í dönsku lýðræðisríki, ólíkt til dæmis svörtum íbúum í
nýlendum Dana í Karíbahafi. En Íslendingar vildu sérstakt þjóðríki,
og það fengu þeir ekki fyrr en smám saman á sjö til níu áratugum
eftir því hvar við setjum upphafspunkt sjálfstæðisbaráttunnar
niður. Þetta er það næsta sem við komumst því að kalla dönsk
yfirráð á Íslandi kúgun, en mér finnst nærtækara að tala um tregðu.
Um óstjórn Dana á Íslandi eru vissulega dæmi. Það verður til að
mynda varla hrakið að umdæmaverslunin eða kaupsvæðaverslun-
in svokallaða hafi verið hörmulegt ólánsfyrirkomulag. En með því
er átt við það skipulag á einokunarversluninni sem gilti á árunum
1684–1732, þegar einstakir kaupmenn leigðu ákveðnar verslunar-
hafnir og einkarétt á allri verslun við íbúa á mörkuðum verslun-
arsvæðum þeirra.6 Það var í krafti þessa fyrirkomulags sem Hólm -
fastur Guðmundsson, hjáleigumaður á Brunnastöðum á Vatns -
dönsk stjórn á íslandi, böl eða blessun? 153
6 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana á Íslandi 1602–1787 (Reykjavík 1919), bls.
131–178.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 153