Saga - 2008, Side 154
leysu strönd, var hýddur fyrir að selja kaupmanninum í Keflavík
þrjár löngur, tíu ýsur og tvö sundmagabönd árið 1698 af því að
hann bjó í verslunarumdæmi Hafnarfjarðar.7 Hann komst inn í
Íslandssöguna fyrir vikið og situr þar enn sem fastast.8 Saga hans
var ekki einsdæmi; ennþá ranglátari virðist sagan af Tómasi Kon -
ráðssyni sem bjó í Rifshafnarumdæmi á Snæfellsnesi, dró á land
átta vættir fisks, um 280 kg, í Arnarstapaumdæmi en seldi aflann í
Búðaumdæmi og var dæmdur í búslóðarmissi og Brimarhólmsvist
fyrir.9
Hér á undan neitaði ég því að Danir hefðu kúgað Íslendinga
umtalsvert, en telst það ekki til kúgunar að dæma menn í slíkar
refsingar fyrir smávægileg brot? Ekki þarf að grafa djúpt í mál
þeirra til að sjá að það er að minnsta kosti hæpið að nefna þessi
atvik sem dæmi um danska kúgun á Íslendingum. Það var viður-
kennt svo rækilega að dómarnir yfir þeim væru ranglátir að Lauritz
Gottrup lögmaður (danskur maður að uppruna) nefndi þá við
dönsk stjórnvöld í kvörtunarferð sinni fyrir hönd Íslendinga til
Kaupmannahafnar árið 1701. Í framhaldi af því var jarðabókar-
nefnd Árna Magnússonar og Páls Vídalín falið í erindisbréfi árið
eftir að senda konungi skýrslu um mál þeirra. Þremur árum síðar
segir frá því að Páll Vídalín sætti Hólmfast og Jón Eyjólfsson sýslu-
mann (alíslenskan mann), þannig að sýslumaður greiddi Hólmfasti
20 ríkisdali fyrir hýðinguna.10 Ríkisdalurinn var 30 álnir í landaura -
reikningi,11 svo að Hólmfastur hefði átt að geta keypt 30 ær eða
fjórðung úr meðaljörð fyrir bæturnar. Um Tómas Konráðsson
virðist óvíst hvort eða að hve miklu leyti hann var nokkurn tíma
látinn taka út refsingu sína. Síðast finn ég hann nefndan í Alþingis -
bók 1702 þegar nefndarmennirnir Árni og Páll flytja þinginu þau
boð konungs að frestað skuli að framfylgja dómnum, „þar til við
gunnar karlsson154
7 Sama heimild, bls. 139, 528, 530.
8 Jónas Jónsson, Íslandssaga handa börnum II (Reykjavík 1916), bls. 56. — Saga
Íslendinga V. Seytjánda öld. Höfuðþættir (Reykjavík 1942), bls. 432 (Páll Eggert
Ólason). — Gunnar Karlsson o.fl., Fornir tímar. Spor mannsins frá Laetoli til
Reykjavíkur, 4.000.000 f.Kr. til 1800 e.Kr. (Reykjavík 2003), bls. 288. — Íslands-
sagan í máli og myndum. Ritstjórar Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur Ísberg
(Reykjavík 2005), bls. 138. — Saga Íslands VIII (Reykjavík 2006), bls. 96 (Lýður
Björnsson).
9 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana á Íslandi, bls. 140–141, 528.
10 Saga Íslendinga VI. Tímabilið 1701–1770 (Reykjavík 1943), bls. 14, 16, 38, 64
(Páll Eggert Ólason).
11 Einar Laxness, Íslandssaga i–r (Reykjavík 1995), bls. 203.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 154