Saga - 2008, Page 155
þar um okkar allraundirdánugustu relation til hans kóngl. majest.
gert höfum …“12 Að minnsta kosti mál Hólmfasts bendir til þess að
hér hafi verið þokkalegt réttarríki á einveldisöld, eftir því sem þá
var í boði, og misbrestir á því varla sök Dana fremur en Íslendinga.
Engu að síður var umdæmaverslunin óstjórn, og hún var ekki
aðeins fáránlega óhagstæð fyrir einstaka bændur, eins og Jón Aðils
lýsir henni með traustlegum tilvísunum til frumheimilda. Kaup -
menn héldu því þannig fram að landeigendum væri óheimilt að
flytja vörur sem þeir fengu greiddar í landskuldir og leigur út úr
verslunarumdæminu og heim til sín. Þeir reyndu jafnvel að hindra
að Hólabiskupsstóll fengi að flytja vörur heim á biskupsstólinn
austan úr Eyjafirði. Um það virðist að vísu hafa verið gerð undan-
tekning, en einstaklingar sem fengu vörur í leigur og landskuldir
voru eftir sem áður skyldaðir til að selja þær í því umdæmi þar sem
þær öfluðust.13
Þessi mynd Jóns Aðils af umdæmaversluninni hefur ekki verið
hrakin svo að ég viti. Aftur á móti má spyrja hvort hún sé vitnis-
burður um að Íslendingar hafi að jafnaði hlotið eitthvað verri
meðferð hjá dönsku einveldisstjórninni eða danskri yfirstétt í skjóli
hennar en aðrir þegnar Danakonungs. Almúgi í dönskum sveitum
bjó til dæmis lengi við átthagafjötur, sem var óþekktur á Íslandi, og
ótrúlega freklegar vinnukvaðir leiguliða. Mikil spurning er hvort
kaupmennirnir í Keflavík og á Stapa hafa verið nokkru illgjarnari
en Stóri Kláus, ef hann hefði haft vitsmuni til að ná fram vilja
sínum.
Harald Gustafsson, sænskur sagnfræðingur, leiddi raunar líkur
að því í doktorsritgerð sinni að íslenskir embættismenn hafi jafnan
ráðið mestu um stjórn Íslands, einnig á einveldistímanum.14 Gust -
afsson varpar ábyrgðinni á stjórn Íslendinga þannig yfir á þá sjálfa.
Rannsókn hans orkar býsna sannfærandi, en hún er vissulega skrif -
uð inn í þá bylgju and-þjóðernishyggju sem hefur ríkt hér síðan
hún kom út á níunda áratug síðustu aldar. Tímabært er að fara að
kanna þessi mál nánar.
Alþjóðlega hugsandi samfélagsfræðimenn segja að það sé alger-
lega tvennt til um hvort samfélög kjósi fremur innlenda eða útlenda
dönsk stjórn á íslandi, böl eða blessun? 155
12 Alþingisbækur Íslands IX (Reykjavík 1957–1964), bls. 205–206.
13 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana á Íslandi, bls. 141–146.
14 Harald Gustafsson, Mellan kung och allmoge — ämbetsmän, beslutsprocess och
inflytande på 1700–talets Island (Stockholm 1985), bls. 279.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 155