Saga - 2008, Page 156
stjórnendur. Ernest Gellner, sem er einkum frægur fyrir kenningu
sína um þjóðernishyggju, talar um fyrirbæri sem hann kallar geld-
ing á ensku og felst í því að velja sér stjórnendur sem ekki er hætt
við að hygli afkomendum sínum. Eitt afbrigði af því er að fela geld-
ingum stjórnarstörf, annað að banna stjórnendum að ganga í hjóna-
band og geta börn, eins og kaþólska kirkjan gerir, það þriðja að taka
útlendinga til að stjórna samfélaginu.15 Samkvæmt því hafa þeir að
minnsta kosti nokkuð til síns máls sem halda að það hafi verið betra
en ekki fyrir Íslendinga að vera undir stjórn Dana en eigin yfir-
stéttar. En líklega eru það samt færri samfélög en hin sem velja geld-
ing, þannig að ekki hefur sannast að það sé í heildina ómaksins
vert. Í Íslandssögu er það mál enn á umræðustigi.
Þá eigum við eftir kenninguna um arðrán Dana á Íslendingum.
Þar kemur einkum tvennt til greina, annars vegar skattur Íslend-
inga til konungs, hins vegar arður krúnunnar og danskra verslun-
arfyrirtækja af einokunarverslun Dana á Íslandi. Ísland varð skatt-
land Noregskonungs samkvæmt Gamla sáttmála 1262. Hver bjarg -
álna bóndi átti að greiða 20 álnir á ári, sem var ærverð samkvæmt
landaurareikningi. Að minnsta kosti helmingur af því varð eftir í
landinu til að halda uppi stjórnsýslu konungs, en helmingur mun
hafa átt að fara úr landi til krúnunnar.16 Líklega hafa skattskyldir
bændur verið nærri fjórum þúsundum á síðmiðöldum, fram að
plágunni 1402–1404 þegar þeim hefur fækkað afar mikið, kannski
um þriðjung til helming. Síðan kann þeim vel að hafa fjölgað aftur,
en um miðja 18. öld voru þeir 2.200, um miðja 19. öld 3.500.17 Ef
gert er ráð fyrir þremur þúsundum skattbænda að meðaltali gjalda
þeir 30.000 álnir úr landi á ári, 1.500 ærverð eða 250 kýrverð. Þessi
skattur hélst fram á 19. öld og óljóst virðist hve vel hann stóð undir
kostnaði af Íslandi fyrr en þá. En þegar farið var að gera upp
skuldaskil Dana og Íslendinga til þess að undirbúa fjárhagsskilnað
landanna vantaði mikið á að tekjur ríkissjóðs af landinu stæðu
gunnar karlsson156
15 Ernest Gellner, Nations and Nationalism (Oxford 1983), bls. 14–16.
16 Íslenzkt fornbréfasafn I (Kaupmannahöfn 1857–1876), bls. 620 (nr. 152). —
Björn Þorsteinsson og Sigurður Líndal, „Lögfesting konungsvalds,“ Saga
Íslands III (Reykjavík 1978), bls. 93.
17 Björn Magnússon Ólsen, „Um skattbændatal 1311 og manntal á Íslandi fram
að þeim tíma,“ Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju IV
(Kaupmannahöfn og Reykjavík 1907–1915), bls. 297–307, 313–320. – Gunnar
Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágurnar miklu á Íslandi,“ Saga XXXII
(1994), bls. 46–47.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 156