Saga - 2008, Blaðsíða 157
undir kostnaði. Um þetta eru fyrst til skipulegar tölur frá fjárhags-
árinu 1852/53. Þaðan og til 1870 (uns tekið var að greiða landsjóði
Íslands framlag úr ríkissjóði Dana samkvæmt stöðulögunum 1871)
taldist halli danska ríkissjóðsins á rekstri Íslands vera að meðaltali
um 22 þúsund ríkisdalir á ári, sem var um 38% af útgjöldunum.18
Raunar lagðist kostnaður af opinberri starfsemi á Íslandi að litlu
leyti á ríkissjóðinn því bæði sýslumenn og prestar lifðu á sérstök-
um, innlendum tekjustofnum.
Þegar rætt er um hallann á ríkisrekstri Íslands verður að gæta
þess að um aldamótin 1800 höfðu tekjustofnar biskupsstólanna og
þar með latínuskólanna verið seldir og andvirðið lagt í ríkissjóð
Dana gegn því að hann tæki að sér að standa undir þessum stofnun-
um. Um þetta snerist að verulegu leyti deila sem var háð á sjöunda
áratug 19. aldar um framlag danska ríkissjóðsins til væntanlegs
landsjóðs Íslands. Stjórnvöld settu nefnd í málið, og greindi menn
þar mikið á um hvernig ætti að reikna greiðsluskyldu ríkissjóðs
vegna þessa; lægsta útkoman hefði að jafnaði jafngilt um helmingi
rekstrarhallans, hin hæsta farið talsvert fram úr honum.19 Þarna er
flókið dæmi óuppgert í heild, en að minnsta kosti er ekki sannað að
Íslendingar hafi verið arðrændir með skattgreiðslum, síst að þeir hafi
verið arðrændir sérstaklega sem Íslendingar umfram aðra þegna
Danakonungs eða hverja aðra Evrópubúa, eða Íslendinga eins og við
getum ímyndað okkur að þeir hefðu verið arð rændir af innlendum
stjórnendum sínum hefði landið verið sjálfstætt. Ég meina: Arðrán
yfirstéttar á alþýðu virðist allt að því tegundareinkenni mannsins, þó
að Karl Marx sæi raunar fram á að því ætti eftir að ljúka.
Um einokunarverslunina er það hins vegar að segja að allar rann-
sóknir, einnig þær nýjustu, sem Gísli Gunnarsson gerði í doktorsrit-
gerð sinni fyrir tæpum þremur áratugum, hafa staðfest eldri skoðan-
ir um að hún hafi að jafnaði verið arðbær, að svo miklu leyti sem til
eru gögn um það, bæði fyrir krúnuna, sem oftast seldi einkafyrirtækj-
um Íslandsverslunina á leigu, og fyrir fyrirtækin sem ráku hana.20
dönsk stjórn á íslandi, böl eða blessun? 157
18 Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland (Reykjavík 1997), bls. 734 (tafla 15.2).
19 [Alþingistíðindi.] Tíðindi frá Alþingi Íslendinga. Tíunda þing 1865. II (Reykjavík
1865), bls. 26–32. — Gunnar Karlsson, „Jón Sigurðsson á 21. öld. Í tilefni
nýrra rita um forsetann,“ Andvari CXXIX (2004), bls. 106–110.
20 Gísli Gunnarsson, Monopoly Trade and Economic Stagnation. Studies in the
Foreign Trade of Iceland 1602–1787 (Lund 1983), bls. 155–163. — Gísli Gunnars -
son, Upp er boðið Ísaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602–1787
(Reykja vík 1987), bls. 214–226, 268.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 157