Saga - 2008, Page 159
með Hákoni konungi Hákonarsyni fast á eftir borgarastyrjöldun-
um. Í Danmörku safnaði Valdimar konungur atterdag ríkinu sam -
an, og dóttir hans var Margrét 1. sem sameinaði Norðurlönd í
Kalmar sambandinu með Danmörku sem ótvírætt forysturíki.
Þannig gengur það til í veröldinni að „mönnunum munar / annað -
hvurt aftur á bak ellegar nokkuð á leið.“24 Enginn hefur fundið
regluna fyrir því hvenær stefnir í hvora áttina.
Konungslaus samfélög voru heldur ekki nærri því eins fáheyrð
á miðöldum og lengur eins og virðist vera þegar horft er á Evrópu
frá sjónarhorni okkar Íslendinga. Að stjórnskipun svipaði Íslandi
þjóðveldistímans einna mest til sjálfstæðra borgríkja Evrópu. Þau
höfðu mörg hver nokkuð óstöðugt stjórnkerfi en gátu þó haldið
sjálfstæði öldum saman, og þar voru gerðar merkar tilraunir með
lýðræðisskipulag meðan það þekktist varla og lét undan síga það
lítið það var í konungsríkjum. Nei, við höfum varla ástæðu til að
halda að stjórn Dana á Íslandi hafi verið verðmæti sem landið hefði
illa getað verið án.
Aðgang að hámenntun á evrópska vísu hefðu Íslendingar aftur
á móti átt erfitt með að verða sér úti um án aðgangs að dönskum
menntastofnunum, sérstaklega auðvitað Kaup manna hafnar há skóla.
Nú gátumenn að vísu sótt háskóla út fyrir ríkismörkin, og einstöku
Íslendingar gerðu það, bæði fyrir og eftir siðaskipti. En ég geri ráð
fyrir að það hafi verið kostnaðarsamt, og það hefði varla nokkru
sinni skapað þá íslensku hámenningarmiðstöð sem Kaupmanna -
höfn var um aldir. Á menntunarsviðinu skiptir tvennt mestu máli.
Annað er garðstyrkur. Hann hófst nokkrum áratugum eftir siða -
skipti, árið 1579 þegar konungur ákvað að allir íslenskir stúdentar í
Kaupmannahöfn skyldu hafa ókeypis vist á stúdentagarði og
ókeypis fæði í mötuneyti hans fimm fyrstu námsár sín við háskól-
ann. Seinna var mötuneytið lagt niður en Garðbúum var greiddur í
peningum fæðisstyrkur sem gat dugað þeim til framfæris ef þeir
voru sparsamir. Um skeið nutu norskir og færeyskir stúdentar
þessa styrks líka og fátækir danskir stúdentar áttu jafnan aðgang að
honum. En Íslendingar voru þeir einu sem nutu garð styrks öldum
saman án tillits til fjárhags. Þetta fyrirkomulag stóð allt til 1918.25
Afleiðing þessa varð sú að Íslendingar urðu háskólamenntaðri að
dönsk stjórn á íslandi, böl eða blessun? 159
24 Jónas Hallgrímsson, Ritverk I. Ljóð og lausamál (Reykjavík 1989), bls. 63.
25 Sigfús Blöndal, „Úr sögu Garðs og Garðbúa,“ Ársrit Hins íslenska fræðafjelags
í Kaupmannahöfn VIII (1924), bls. 57–73.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 159