Saga - 2008, Qupperneq 160
meðaltali en líklega nokkur önnur þjóð danska konungdæmisins.
Það hefur verið reiknað út að á síðari hluta 18. aldar höfðu hlut-
fallslega fleiri íslenskir sýslumenn lögfræðipróf heldur en stiftamt-
menn og amtmenn í Danmörku og Noregi.26
Hitt meginatriðið á sviði menntunar, sem má auðvitað rekja til
garðstyrks að einhverju leyti líka, er það að Kaupmannahöfn varð
miðstöð íslenskra miðaldafræða um aldir. Frá því á blómatíma evr-
ópska húmanismans, um 1600, hlaut sú skoðun verulega viðurkenn-
ingu að norrænar miðaldabókmenntir, sem auðvitað eru að megin-
hluta íslenskar, væru verðmætur partur af heimsmenningunni og
norræn tunga eitt hinna klassísku tungumála.27 Á allra fyrsta skeiði
fór talsvert af ræktun þessarar menningar fram á íslensku biskups-
stólunum, einkum á Hólum þar sem var prent smiðja. En þegar fram
í sótti, allt fram á 19. og jafnvel 20. öld, var miðstöð þessara fræða í
Kaupmannahöfn. Þar var ræktuð sú menning sem hélt því fram að
það væri eitthvað merkilegt við Ísland, og ekkert hefur hjálpað eins
til að færa Íslendingum sjálfstraust og sjálfsvirðingu.
Þetta er helsti hagur Íslendinga af sambandinu við Dani. Ég tel
ekki landvarnir, vegna þess að Danir vörðu Ísland aldrei svo að
umtalsvert væri. Á einokunartímanum tóku þeir að vísu upp þann
sið að senda hingað herskip á sumrin, en árið 1620 var það enn svo
fátítt að það þótti annálsverð frétt.28 Síðar á 17. öld munu oftast
hafa verið send skip til Íslands með verslunarskipunum, en varla
nema eitt hverju sinni, sem hefði verið til lítillar varnar ef landið
hefði sætt flotaárás. Auk þess var hlutverk skipanna líklega fremur
að verja danska verslun og danska verslunarhagsmuni en landið og
íbúa þess.29 Á 18. öld kom að minnsta kosti fyrir að danskt herskip
gómaði útlenda landhelgisbrjóta á Íslandsmiðum.30 En það mun
ekki hafa verið fyrr en eftir miðja 19. öld sem danska stjórnin tók að
senda að staðaldri herskip á Íslandsmið á sumrin, en aðeins eitt eða
tvö hverju sinni.31 Varnarleysið hefur löngum varið Ísland best.
gunnar karlsson160
26 Harald Gustafsson, Mellan kung och allmoge, bls. 84–85, 101.
27 Gottskálk Þ. Jensson, „Puritas nostræ lingvæ. Upphaf íslenskrar málhreins-
unar í latneskum húmanisma,“ Skírnir CLXXVII:1 (vor 2003), bls. 37–63.
28 Annálar 1400–1800 I (Reykjavík 1922–1927), bls. 214 (Skarðsárannáll).
29 Kristinn Jóhannesson, „Þættir úr landvarnasögu Íslendinga,“ Saga VI (1968),
bls. 125.
30 Gunnlaugur Þórðarson, Landhelgi Íslands með tilliti til fiskveiða (Reykjavík
1952), bls. 44.
31 Björn Þorsteinsson, Tíu þorskastríð 1415–1976 (Reykjavík 1976), bls. 169–173.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 160