Saga - 2008, Page 161
Auðvitað hefði verið hægt að lifa á Íslandi án þess menntunar-
og menningarframlags sem var sótt til Danmerkur. En ef við höld-
um að menntun og bókmenning sé nokkurs virði, sem við verðum
eiginlega að halda á þessum vettvangi, þá hafa Íslendingar notið
talsvert mikils af sambandinu við Dani.
Hin óhjákvæmilega sjálfstæðisbarátta
Niðurstaðan úr því ófullkomna reikningsuppgjöri sem ég hef gert
milli Dana og Íslendinga var sú að Íslendingar hefðu varla þolað
kúgun, óstjórn eða arðrán umfram aðra þegna ríkisins, og hafi svo
verið hafi þeir fengið það borgað í greiðum aðgangi að hámenn-
ingu. Hefðu þeir þá átt að láta ógert að heyja sjálfstæðisbaráttu og
segja skilið við Dani? Ég held að meiningarlaust sé að halda því
fram, vegna þess að þjóðernistilfinningin er eins og hver önnur til-
finning — hún hefur alltaf sinn rétt hvað sem rökum líður.
Á fyrri hluta 19. aldar gekk sá boðskapur yfir lönd Evrópu að
mörk þjóða og mörk ríkja ættu að falla saman: hver þjóð ætti að
eiga sitt eigið, sérstaka ríki. Þjóðir sem væru sundraðar í mörg ríki
ættu að sameinast, þjóðir sem byggju innan marka annarra ríkja
ættu að slíta sig lausar. Það tóku ekki allar þjóðir mark á þessum
boðskap. Frísir gerðu það nánast ekkert, Walesbúar ekki heldur og
kusu fremur að senda menn til London til að stjórna breska ríkinu
úr Downingstræti 10. Þannig mætti sjálfsagt telja áfram ýmsar slav-
neskar þjóðir í Mið- og Austur-Evrópu.
En margar þjóðir tóku boðskap þjóðernishyggjunnar þannig að
þær fylltust eldmóði að stofna þjóðríki. Settar hafa verið fram kenn-
ingar um skynsamlegar, hagkvæmar ástæður þessarar stefnu. Ernest
Gellner var mælskur talsmaður þess að þjóðríkið, oftast með sam-
ræmda þjóðtungu, væri verkfæri iðnvæðingarinnar á þann hátt að
það gerði vinnuaflið hreyfanlegt og móttækilegt fyrir nýjungum.32
Hvað sem kann að vera um það var og er pólitísk þjóðernishyggja
umfram allt tilfinning og finnur þær hagkvæmu réttlætingar sem
hún þarf á að halda. Í hugum fólks af þjóðum sem gerðust þjóðern-
issinnaðar varð það óþolandi niðurlæging að eiga ekki þjóðríki.
Þjóðernishyggjan er í eðli sínu ein tegund af ást, og hún er eins og
hver önnur ást að því leyti að hún tekur ekki mark á því sem við
köllum í daglegu tali skynsamleg rök.
dönsk stjórn á íslandi, böl eða blessun? 161
32 Ernest Gellner, Nations and Nationalism, bls. 19–38.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 161