Saga - 2008, Page 166
gerðist sóknarprestur að Helgastöðum í Reykjadal 22. ágúst 1895.
Að Grenjaðarstað fluttist hann vorið 1907, fyrst sem aðstoðarprest-
ur séra Benedikts Kristjánssonar en tók við prestakallinu vorið
1911. Á Grenjaðarstað var hann prestur til haustsins 1929 og um -
svifamikill bóndi samhliða prestskapnum. Þá fluttist hann til
Reykja víkur og átti þar heimili til æviloka 17. mars 1941.3
Helgi var íþróttamaður mikill á yngri árum, góður skauta-
hlaupari og glímumaður. Hann gekk í stúkuna Eininguna nr. 14 í
Reykjavík 25. nóvember árið 1888. Einingin var um þær mundir
fjölmennur og fjörugur félagsskapur. Einn félagsmanna var Pétur
Jónsson blikksmiður sem þá hafði starfað tæp þrjú ár innan stúk-
unnar og var einn af hennar traustustu liðsmönnum.4
Pétur Jónsson var fæddur í Skógarkoti í Þingvallasveit 2. ágúst
1856. Hann nam á yngri árum blikksmíði, settist að í Reykjavík og
varð fyrsti blikksmiður bæjarins. Iðn sína stundaði hann til dauða -
dags 25. apríl 1908. Hann kom á fót blikksmiðju með afkastamikl-
um vinnuvélum, sinnti innflutningi margs er að blikksmíðum laut
og flutti ennfremur inn olíulampabrennara og „olíu- & sprit- & gas-
maskínur“ eins og lesa mátti í auglýsingum blaðanna.5 Pétur hafði
óþrotlegan áhuga á eflingu glímulistarinnar og í eftirmælum um
hann í Ísafold árið 1908 er fullyrt að hann hafi endurvakið glímuna
í Reykjavík:
Hér sinnti henni varla nokkur maður er hann kom til sögunn-
ar. En nú er hún stunduð hér af miklu fjöri og áhuga. Hann
hafði langa hríð og allt til dauðadags alla forgöngu fyrir því
sem gert var hér henni til eflingar, stofnaði glímufélög og
stýrði þeim, síðast Ármanni, sem nú stendur með miklum
blóma. Hann var sjálfur ágætur glímumaður meðan hann naut
sín best, karlmenni að burðum og liðugur. Hann var atgerv-
ismaður til sálar og líkama, greindur vel og manna góðlátleg-
astur, enda einkar vel látinn alla tíð. Framfaramaður í hvívetna
og drengur hinn besti.6
Þeir Pétur og Helgi hittust í fyrsta sinn á fyrrnefndum fundi
Einingarinnar haustið 1888. Tal þeirra barst strax að glímu, sem var
báðum hugleikin. Það leiddi til þess að stúkumenn hófu glímuæf-
jón m. ívarsson166
3 Sigurður Guðmundsson, „Aldarafmæli og hátíð að Grenjaðarstað,“ Árbók
Þingeyinga 1967, bls. 45–48.
4 Þjskj. 1997/51-45. Gjörðabók Einingarinnar 10. jan. 1886 og 25. nóv. 1888.
5 Ísafold 2. maí 1908, bls. 86. — Reykjavík 20. mars 1902, bls. 3.
6 Ísafold 2. maí 1908, bls. 86.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 166